Innlent

Vilja lenda þyrlu innanbæjar á Siglufirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Fjallaskíðamenn vilja lenda við
hóteldyrnar.
Fjallaskíðamenn vilja lenda við hóteldyrnar. Vísir/Pjetur

Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðanverðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði. Vonir standa til að geta flutt skíðagarpa til og frá hótelinu á sem auðveldastan máta.

Björgvin Björgvinsson, einn eigenda Viking Heliskiing, segir fyrirtækið hafa síðastliðin fimm ár verið með höfuðstöðvar sínar að Þverá í Ólafsfirði. Hins vegar þurfi nú að færa þær.

„Við höfum ætlað okkur samstarf við Hótel Sigló og því skiptir það okkur höfuðmáli að geta lent þyrlum nálægt hótelinu og þjónustað þannig gesti á Siglufirði.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í þyrluskíðaferðum á Tröllaskaga. Fjallaskíðamennska hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og er svæðið orðið vel þekkt um allan heim sem einn af ákjósanlegri stöðum í heiminum til iðkunar slíkrar skíðamennsku.

Óskað er eftir að lenda á malarpúða beint á móti Síldarminjasafninu. Einnig óska þeir eftir því að fá að setja upp olíutank til að geta sett olíu  á þyrlurnar fyrir flugtak. Einungis eru um 200 metrar frá þessum lendingarstað að hótelinu.

„Við erum að þjónusta um 200 kúnna á vetri og því eru þetta ekki margir einstaklingar,“ segir Björgvin. Erindi fyrirtækisins var sent til umsagnar í skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.


Tengdar fréttir

Stillir Dalvíkingum upp við frosinn vegg

Þyrluskíðafyrirtæki gefur Dalvíkurbyggð frest til að ógilda samning sem það gerði árið 2012 um nýtingu á fjallasvæði sínu. Þeir samningar hafa staðist skoðun lögfræðinga og ráðuneytis segir sveitarstjóri sem segir þetta storm í vatnsglasi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.