Lífið

Gerðu stólpagrín að fundinum í Singapúr

Samúel Karl Ólason skrifar

Þáttastjórnendur „kvöldþáttanna“ svokölluðu í Bandaríkjunum létu fund Donald Trump og Kim Jong-un ekki fram hjá sér fara. Þeir Stephen ColbertTrevor NoahJimmy Kimmel, Seth Meyers, Jordan Klepper og Conan O'Brien fjölluðu um fund leiðtoganna tveggja af mikilli áfergju. Allir virtust þeir sammála um að Kim hefði grætt verulega á fundinum og Trump eitthvað minna.

Auðvitað var einnig gert grín að Dennis Rodman, stiklunni sem Trump sýndi Kim og það hvernig Trump lofaði Kim sem gáfaðan mann sem elskar fólkið sitt.

Þessa brandarakarla má sjá hér að neðan.

Stephen Colbert Trevor Noah Jimmy Kimmel Seth Meyers Jordan Klepper Conan O'Brien

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.