Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2018 22:15 Frá Melum í Árneshreppi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þriggja manna úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. Oddviti Árneshrepps býst við að þurfa að leita á náðir ríkisins til að mæta útgjöldum vegna kærumála. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skyndileg fjölgun lögheimilisskráninga í Árneshrepp í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna vakti landsathygli enda var því haldið fram að hér væri á ferðinni skipulögð aðgerð andstæðinga Hvalárvirkjunar til að taka yfir sveitarfélagið. Upplýst var að meirihlutinn hafði skráð sig til heimilis á eyðibýli án vitundar landeiganda. Fór svo að Þjóðskrá Íslands ógilti flesta lögheimilisflutningana, hreppsnefndin leiðrétti kjörskrána til samræmis, og fylgismenn virkjunar hlutu öll fimm sætin í hreppsnefndinni.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, er einn af þeim sem kærðu. Hann hlaut flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Andstæðingar virkjunarinnar kærðu kosningarnar til sýslumanns Vestfjarða, sem skipaði nefnd þriggja lögmanna til að úrskurða í tveimur kærumálum, annarsvegar í máli Sighvats Lárussonar, og hins vegar í máli Elíasar Kristinssonar og Ólafs Valssonar. Úrskurðarnefndin hefur nú hafnað báðum kærunum. Í niðurstöðu hennar er dregið fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt í ákveðið sveitarfélag til þess eins að verða settur þar á kjörskrá, slíkt teljist til kosningaspjalla, og því verði að telja það eðlilega ráðstöfun af hálfu Þjóðskrár að hefja athugun á lögheimilisflutningunum. Sýslumaður vekur athygli kærenda á því að þeir eigi þess kost að skjóta úrskurðinum til dómsmálaráðuneytis. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta fámennasta sveitarfélag landsins þarf hins vegar að bera allan kostnað af kærumálunum, og er búist við að fjárhæðin verði sjö stafa tala. Oddviti hreppsins, Eva Sigurbjörnsdóttir, segist fyrst þurfa að sjá reikninginn en býst við að hreppurinn leiti til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fjárstuðning til að mæta kostnaðinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Spyr hvort ríkisstofnun sé pólitískt misnotuð Skipulagsstofnun er sökuð um að fara út fyrir valdmörk sín í samskiptum við Árneshrepp og þingmaður ýjar að því að hún sé misnotuð með pólitískum hætti. 11. júní 2018 20:17 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Þriggja manna úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. Oddviti Árneshrepps býst við að þurfa að leita á náðir ríkisins til að mæta útgjöldum vegna kærumála. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skyndileg fjölgun lögheimilisskráninga í Árneshrepp í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna vakti landsathygli enda var því haldið fram að hér væri á ferðinni skipulögð aðgerð andstæðinga Hvalárvirkjunar til að taka yfir sveitarfélagið. Upplýst var að meirihlutinn hafði skráð sig til heimilis á eyðibýli án vitundar landeiganda. Fór svo að Þjóðskrá Íslands ógilti flesta lögheimilisflutningana, hreppsnefndin leiðrétti kjörskrána til samræmis, og fylgismenn virkjunar hlutu öll fimm sætin í hreppsnefndinni.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, er einn af þeim sem kærðu. Hann hlaut flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Andstæðingar virkjunarinnar kærðu kosningarnar til sýslumanns Vestfjarða, sem skipaði nefnd þriggja lögmanna til að úrskurða í tveimur kærumálum, annarsvegar í máli Sighvats Lárussonar, og hins vegar í máli Elíasar Kristinssonar og Ólafs Valssonar. Úrskurðarnefndin hefur nú hafnað báðum kærunum. Í niðurstöðu hennar er dregið fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt í ákveðið sveitarfélag til þess eins að verða settur þar á kjörskrá, slíkt teljist til kosningaspjalla, og því verði að telja það eðlilega ráðstöfun af hálfu Þjóðskrár að hefja athugun á lögheimilisflutningunum. Sýslumaður vekur athygli kærenda á því að þeir eigi þess kost að skjóta úrskurðinum til dómsmálaráðuneytis. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta fámennasta sveitarfélag landsins þarf hins vegar að bera allan kostnað af kærumálunum, og er búist við að fjárhæðin verði sjö stafa tala. Oddviti hreppsins, Eva Sigurbjörnsdóttir, segist fyrst þurfa að sjá reikninginn en býst við að hreppurinn leiti til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fjárstuðning til að mæta kostnaðinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Spyr hvort ríkisstofnun sé pólitískt misnotuð Skipulagsstofnun er sökuð um að fara út fyrir valdmörk sín í samskiptum við Árneshrepp og þingmaður ýjar að því að hún sé misnotuð með pólitískum hætti. 11. júní 2018 20:17 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Spyr hvort ríkisstofnun sé pólitískt misnotuð Skipulagsstofnun er sökuð um að fara út fyrir valdmörk sín í samskiptum við Árneshrepp og þingmaður ýjar að því að hún sé misnotuð með pólitískum hætti. 11. júní 2018 20:17
Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00