Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2018 22:15 Frá Melum í Árneshreppi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þriggja manna úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. Oddviti Árneshrepps býst við að þurfa að leita á náðir ríkisins til að mæta útgjöldum vegna kærumála. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skyndileg fjölgun lögheimilisskráninga í Árneshrepp í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna vakti landsathygli enda var því haldið fram að hér væri á ferðinni skipulögð aðgerð andstæðinga Hvalárvirkjunar til að taka yfir sveitarfélagið. Upplýst var að meirihlutinn hafði skráð sig til heimilis á eyðibýli án vitundar landeiganda. Fór svo að Þjóðskrá Íslands ógilti flesta lögheimilisflutningana, hreppsnefndin leiðrétti kjörskrána til samræmis, og fylgismenn virkjunar hlutu öll fimm sætin í hreppsnefndinni.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, er einn af þeim sem kærðu. Hann hlaut flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Andstæðingar virkjunarinnar kærðu kosningarnar til sýslumanns Vestfjarða, sem skipaði nefnd þriggja lögmanna til að úrskurða í tveimur kærumálum, annarsvegar í máli Sighvats Lárussonar, og hins vegar í máli Elíasar Kristinssonar og Ólafs Valssonar. Úrskurðarnefndin hefur nú hafnað báðum kærunum. Í niðurstöðu hennar er dregið fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt í ákveðið sveitarfélag til þess eins að verða settur þar á kjörskrá, slíkt teljist til kosningaspjalla, og því verði að telja það eðlilega ráðstöfun af hálfu Þjóðskrár að hefja athugun á lögheimilisflutningunum. Sýslumaður vekur athygli kærenda á því að þeir eigi þess kost að skjóta úrskurðinum til dómsmálaráðuneytis. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta fámennasta sveitarfélag landsins þarf hins vegar að bera allan kostnað af kærumálunum, og er búist við að fjárhæðin verði sjö stafa tala. Oddviti hreppsins, Eva Sigurbjörnsdóttir, segist fyrst þurfa að sjá reikninginn en býst við að hreppurinn leiti til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fjárstuðning til að mæta kostnaðinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Spyr hvort ríkisstofnun sé pólitískt misnotuð Skipulagsstofnun er sökuð um að fara út fyrir valdmörk sín í samskiptum við Árneshrepp og þingmaður ýjar að því að hún sé misnotuð með pólitískum hætti. 11. júní 2018 20:17 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Þriggja manna úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. Oddviti Árneshrepps býst við að þurfa að leita á náðir ríkisins til að mæta útgjöldum vegna kærumála. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Skyndileg fjölgun lögheimilisskráninga í Árneshrepp í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna vakti landsathygli enda var því haldið fram að hér væri á ferðinni skipulögð aðgerð andstæðinga Hvalárvirkjunar til að taka yfir sveitarfélagið. Upplýst var að meirihlutinn hafði skráð sig til heimilis á eyðibýli án vitundar landeiganda. Fór svo að Þjóðskrá Íslands ógilti flesta lögheimilisflutningana, hreppsnefndin leiðrétti kjörskrána til samræmis, og fylgismenn virkjunar hlutu öll fimm sætin í hreppsnefndinni.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, er einn af þeim sem kærðu. Hann hlaut flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Andstæðingar virkjunarinnar kærðu kosningarnar til sýslumanns Vestfjarða, sem skipaði nefnd þriggja lögmanna til að úrskurða í tveimur kærumálum, annarsvegar í máli Sighvats Lárussonar, og hins vegar í máli Elíasar Kristinssonar og Ólafs Valssonar. Úrskurðarnefndin hefur nú hafnað báðum kærunum. Í niðurstöðu hennar er dregið fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt í ákveðið sveitarfélag til þess eins að verða settur þar á kjörskrá, slíkt teljist til kosningaspjalla, og því verði að telja það eðlilega ráðstöfun af hálfu Þjóðskrár að hefja athugun á lögheimilisflutningunum. Sýslumaður vekur athygli kærenda á því að þeir eigi þess kost að skjóta úrskurðinum til dómsmálaráðuneytis. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta fámennasta sveitarfélag landsins þarf hins vegar að bera allan kostnað af kærumálunum, og er búist við að fjárhæðin verði sjö stafa tala. Oddviti hreppsins, Eva Sigurbjörnsdóttir, segist fyrst þurfa að sjá reikninginn en býst við að hreppurinn leiti til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um fjárstuðning til að mæta kostnaðinum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Spyr hvort ríkisstofnun sé pólitískt misnotuð Skipulagsstofnun er sökuð um að fara út fyrir valdmörk sín í samskiptum við Árneshrepp og þingmaður ýjar að því að hún sé misnotuð með pólitískum hætti. 11. júní 2018 20:17 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Spyr hvort ríkisstofnun sé pólitískt misnotuð Skipulagsstofnun er sökuð um að fara út fyrir valdmörk sín í samskiptum við Árneshrepp og þingmaður ýjar að því að hún sé misnotuð með pólitískum hætti. 11. júní 2018 20:17
Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00