Ráðherra hugsi yfir lélegri endingu íslenskra vega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2018 20:20 Slæmt veðurfar og umferðaraukning setti strik í reikninginn að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra. „Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“ Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
„Þessi vetur fór með veginn. Hann er slæmur, mjög slæmur,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, um hringveginn. Íslenskir vegir hafi komið illa undan vetri og var það ekki síst sökum þess sem ríkisstjórnin ákvað að verja fjórum milljörðum af almennum varasjóði í vegaframkvæmdir. Sigurður Ingi var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Spurður hvort efnið í vegunum sé ekki nógu gott svarar Sigurður að hann vilji ekki fullyrða um það en það sé hans persónulega skoðun að vegirnir séu ekki nægilega endingargóðir. Hann hefur ráðgert að setja á fót starfshóp með Vegagerðinni, ráðuneytinu og öðrum utanaðkomandi aðilum til þess að rannsaka hvort efnið í vegunum sé nógu gott. „Það er, jú, viðurkennt að eftir hrunið fóru menn að leita leiða til þess að viðhalda lengri köflum.“Sigurður bætir þó við að það kunni að vera ýmsar ástæður fyrir því að vegirnir séu eins slæmir og raun ber vitni. Slæmt veðurfar og umferðaraukning hafi sett strik í reikninginn. Sigurður var spurður hvort uppbygging á vegum gangi nægilega hratt fyrir sig. „Ef við horfum á landið allt þá myndum við sjá að það er ýmislegt komið af stað og verður í allt sumar og eins langt fram á haust og hægt er í því að lagfæra það sem þarf að lagfæra. Við settum jú fjóra milljarða í þetta og þeir munu gera mikið á þessum næstu mánuðum. Vissulega vildi maður alltaf sjá allt gerast einn, tveir og þrír en maður lærir það nú þegar maður vinnur á Alþingi eða í ráðuneytunum að það tekur nú allt sinn tíma frá því menn fá góða hugmynd og þar til hún er komin í framkvæmd.“
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira