Innlent

Bríetar minnst með viðhöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Blómsveigur verður lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði á kvenréttindadeginum sem er í dag. Verðandi forseti borgarstjórnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, leggur blómsveiginn að leiðinu klukkan ellefu og flytur stutt ávarp. Ólöf Arnalds syngur nokkur lög.

Í tilkynningu frá Reykjavík kemur fram að Bríet Bjarnhéðinsdóttir átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og efla þannig lýðræðissamfélagið í heild sinni. Hún var stofnandi Kvenréttindafélags Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun allt til ársins 1928. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.