Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:10 Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns, Söngur steinasafnarans. Vísir/Getty Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það. Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það.
Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira