Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Gamall þjálfari Dags er eigandi hússins við Miklubraut. Vísir/ernir Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Auglýsingar Samfylkingarinnar í gluggum húss á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar voru fjarlægðar eftir að kvörtun vegna þeirra barst frá íbúa í húsinu. Ósamþykktar stúdíóíbúðir eru í rýminu þar sem auglýsingarnar voru á gluggum. Í húsnæðinu var áður blómabúð en sú hvarf þaðan fyrir nokkrum árum. Auglýsing frá Samfylkingunni var sett á gluggana fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var það gert að nýju fyrir kosningarnar nú. Andlit borgarstjórans Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingarnar auk slagorðsins að Miklabraut yrði sett í stokk. Auglýsingarnar voru teknar niður um helgina. „Fyrir fjórum árum bauð ég Samfylkingunni að setja þarna upp auglýsingar og voru þær þarna í tvær vikur og síðan teknar niður. Eftir það hékk þarna auglýsing frá Tryggingamiðstöðinni þar til kvörtun barst frá eiganda í húsinu sem vildi ekki hafa hana. Þá var hún tekin niður,“ segir Jón Magngeirsson, eigandi húsnæðisins. Jón segir að auglýsingin hafi fengið að hanga óáreitt fyrir síðustu kosningar og því hafi hann gert ráð fyrir að svo yrði aftur nú. Athugasemd hafi hins vegar borist frá nágranna og var auglýsingin því tekin niður til að forðast læti.Ragna Sigurðardóttir, kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík.„Þarna á bakvið eru stúdíóíbúðir. Þær fást auðvitað ekki samþykktar og ég borga því af þessu eins og um fyrirtæki sé að ræða,“ segir Jón. Aðspurður hvort leigjendur íbúðanna hafi verið samþykkir auglýsingunni segir Jón að þeim hafi verið alveg sama um það. Íbúar voru ekki heimavið þegar Fréttablaðið bar að garði til að leita viðbragða hjá þeim. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Degi B. Eggertssyni vegna málsins en ekki náðist í hann. Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið og vísaði á Rögnu Sigurðardóttur, kosningastjóra Samfylkingarinnar. „Eigandi hússins bauð okkur þetta auglýsingapláss án endurgjalds. Hann var fyrsti fótboltaþjálfari Dags og gamall stuðningsmaður úr Árbænum. Plássið fékkst án endurgjalds fyrir fjórum árum og aftur nú. Þetta er hans leið til að styrkja framboðið,“ segir Ragna. Að sögn Rögnu voru auglýsingarnar teknar niður eftir að framboðið fékk fregnir af því að deilur stæðu um auglýsingarnar innan húsfélagsins. „Það er ekki okkar hlutverk að kynda undir deilum í húsfélaginu,“ segir Ragna. Aðspurð um hvort Samfylkingin hafi kannað hug íbúa stúdíóíbúðanna áður en auglýsingunum var komið fyrir segir hún að þau hafi verið í góðri trú og ekki vitað að þar byggi fólk.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira