Lífið

Þrjú hundruð fermetra einbýlishús í Laugardalnum á 140 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einbýlishús á besta stað í borginni.
Einbýlishús á besta stað í borginni.

Fasteignasalan Domusnova er með einstaklega glæsilegt einbýlishús á Laugarásvegi á söluskrá en ásett verð er 140 milljónir.

Um er að ræða hús sem staðsett er á horni Sunnuvegar og Laugarásvegar með útsýni niður í Laugardal. Húsið er byggt árið 1968 og er 300 fermetrar að stærð.

Fasteignamatið er 108 milljónir en tvöfaldur bílskúr fylgir húsinu. Alls eru fimm svefnherbergi í eigninni en innréttingarnar virðast mikið til vera upprunalegar.

Svalirnar við húsið eru rúmgóðar og er útsýnið af þeim nokkuð fallegt en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.
 

Glæsilegt hús í Laugardalnum.
Stofa af gamla skólanum.
Eldhúsinnréttingin er upprunaleg.
Borðstofan skemmtileg.
Arinn í setustofunni.
Heljarinnar svalir.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.