Vinstri græn leggja áherslu á aukið samstarf Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 22:28 Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“ Kosningar 2018 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Frambjóðendur Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu vilja leggja áherslu á aukið samstarf sveitarfélaganna í umhverfismálum og aðgerðir sem miða að því að gera höfuðborgarsvæðið umhverfisvænna. Oddvitar í fjórum sveitarfélögum kynntu í dag sameiginlegar áherslur sínar í málaflokknum. Oddvitar flokksins í Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi kynntu áherslur sínar á blaðamannafundi í dag. Þau voru sammála um að umhverfismál hefðu ekki fengið nægilegt vægi í kosningabaráttunni og vilja leggja aukna áherslu á umræður um málaflokkinn fyrir kosningarnar á laugardag. „Við ætlum að vera mjög stórtæk í innviðauppbyggingu. Það liggur fyrir að við þurfum að fara í orkuskipti í samgöngum og hætta að nota bensín og dísel á bíla og þá þurfum við að gera fólki kleift að hafa það aðgengilegt við hús fólks meðal annar í þéttbýli. Að þar geti það hlaðið bílana sína,“ segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Líf telur mikilvægt að borgarbúar axli ábyrgð á loftlagsbreytingum af mannavöldum, meðal annars með uppbyggingu og fjárfestingu á nýjum innviðum - til að mynda borgarlínu. Á fundinum hafði hún jafnframt orð á því að hlutirnir gætu gengið betur ef höfuðborgarsvæðið allt væri eitt sveitarfélag. „Þetta er eitt atvinnusvæði til að mynda. Svifrykið náttúrulega ferðast á milli, það eru engin landamæri varðandi umhverfisáhrifin. En samstíga getum við gert svo mikið betur.“ Líf er forseti núverandi borgarstjórnar. Hún segir hins vegar að tvímælalaust hefði mátt gera ýmislegt betur á sviði umhverfismála á kjörtímabilinu, t.a.m. hefði mátt taka með afdráttarlausari hætti fyrir nagladekkjanotkun og innkaup borgarinnar á plasti og einnota umbúðum. „Þetta er svona, þú veist. Þegar einn dregur vagninn þá þokast þetta hægt. Við þurfum að vera fleiri sem drögum vagninn í umhverfismálum.“
Kosningar 2018 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira