Segir uppbygging stóriðjunnar hafa valdið vanrækslu Höskuldur Kári Schram og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. maí 2018 21:32 Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis í Norðurþingi segir að uppbygging stóriðjunnar á Bakka hafi orðið til þess að sveitarstjórnarmenn hafi vanrækt aðra innviði samfélagsins en mikil bjartsýni ríkir þó innan greinarinnar. Ferðaþjónusta á Húsavík hefur verið í miklum blóma og þar hafa hvalaskoðunarfyrirtæki verið í fararbroddi þegar kemur að uppbyggingu. Stefán Guðmundsson rekur fyrirtækið Gentle Giants sem hefur verið starfrækt frá árinu 2001 en hann gagnrýnir áherslu sveitarstjórnarmanna þegar kemur að stóriðjunni á Bakka. „Fókusinn hefur farið of mikið út á Bakka, það gera sér allir grein fyrir því að hann hefur þurft að fara mikið þangað, en það er eins og menn hafi gleymt innviðunum sem voru fyrir og hafa sannarlega verið stoðir þessa samfélags fram á þennan dag þannig að vonandi breytist það núna þegar Bakkinn verður kominn í gang.“ Hann segir viðbúið að ferðaþjónustan muni taka einhverjum breytingum á næstu árum. „Þetta verður hægari vöxtur fram undan en hann heldur áfram og við horfum björtum augum til framtíðar.“Kristján Eymundsson, framkvæmdastjóri Fakta Bygg hefur að undanförnu kynnt hugmyndir að hóteli sem á að rísa efst á Húsavíkurhöfða.Stöð 2Hafa hannað tvö hundruð herbergja hótelKristján Eymundsson sem rekur verktakafyrirtækið Fakta Bygg í Noregi hefur að undanförnu verið að kynna hugmyndir að hóteli sem á að rísa efst á Húsavíkurhöfða. „Við fengum þessa lóð frátekna í desember í fyrra hjá sveitarfélaginu og höfum unnið að frumhönnun í vetur. Við erum búin að hanna allt að tvö hundruð herbergja hótel og ætlum að kynna þetta fyrir rekstraraðilum núna í sumar og haust,“ segir Kristján Verkið mun kosta allt að fimm milljarða en ætlunin er að hefja framkvæmdir á næsta ári og opna hótelið árið 2021. Kristján segir staðfestinguna bjóða upp á einstaka nálægð við náttúruna. „Það er veðrið, fiskurinn og norðurljósin.“Hér geta gestir verið í þægilegu umhverfi en samt í mjög nánum tengslum við náttúruna„Einmitt, hér er Norður-Atlantshafið og ekki land hér fyrr en bara norðurpóllinn, liggur við, þannig að þetta er flottur staður,“ segir Kristján. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis í Norðurþingi segir að uppbygging stóriðjunnar á Bakka hafi orðið til þess að sveitarstjórnarmenn hafi vanrækt aðra innviði samfélagsins en mikil bjartsýni ríkir þó innan greinarinnar. Ferðaþjónusta á Húsavík hefur verið í miklum blóma og þar hafa hvalaskoðunarfyrirtæki verið í fararbroddi þegar kemur að uppbyggingu. Stefán Guðmundsson rekur fyrirtækið Gentle Giants sem hefur verið starfrækt frá árinu 2001 en hann gagnrýnir áherslu sveitarstjórnarmanna þegar kemur að stóriðjunni á Bakka. „Fókusinn hefur farið of mikið út á Bakka, það gera sér allir grein fyrir því að hann hefur þurft að fara mikið þangað, en það er eins og menn hafi gleymt innviðunum sem voru fyrir og hafa sannarlega verið stoðir þessa samfélags fram á þennan dag þannig að vonandi breytist það núna þegar Bakkinn verður kominn í gang.“ Hann segir viðbúið að ferðaþjónustan muni taka einhverjum breytingum á næstu árum. „Þetta verður hægari vöxtur fram undan en hann heldur áfram og við horfum björtum augum til framtíðar.“Kristján Eymundsson, framkvæmdastjóri Fakta Bygg hefur að undanförnu kynnt hugmyndir að hóteli sem á að rísa efst á Húsavíkurhöfða.Stöð 2Hafa hannað tvö hundruð herbergja hótelKristján Eymundsson sem rekur verktakafyrirtækið Fakta Bygg í Noregi hefur að undanförnu verið að kynna hugmyndir að hóteli sem á að rísa efst á Húsavíkurhöfða. „Við fengum þessa lóð frátekna í desember í fyrra hjá sveitarfélaginu og höfum unnið að frumhönnun í vetur. Við erum búin að hanna allt að tvö hundruð herbergja hótel og ætlum að kynna þetta fyrir rekstraraðilum núna í sumar og haust,“ segir Kristján Verkið mun kosta allt að fimm milljarða en ætlunin er að hefja framkvæmdir á næsta ári og opna hótelið árið 2021. Kristján segir staðfestinguna bjóða upp á einstaka nálægð við náttúruna. „Það er veðrið, fiskurinn og norðurljósin.“Hér geta gestir verið í þægilegu umhverfi en samt í mjög nánum tengslum við náttúruna„Einmitt, hér er Norður-Atlantshafið og ekki land hér fyrr en bara norðurpóllinn, liggur við, þannig að þetta er flottur staður,“ segir Kristján.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira