Aðdáendur Elon Musk keyptu fyrir hann sófa Sylvía Hall skrifar 10. maí 2018 21:08 Elon Musk vinnur nú hörðum höndum að Tesla Model 3. Vísir/Getty Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, olli mörgum aðdáendum sínum áhyggjum þegar hann sagði vinnu að Tesla Model 3 vera svo streituvaldandi að hann svæfi á verksmiðjugólfinu. Í viðtali við CBS fyrir tæpum mánuði síðan sagðist hann finna fyrir því að væntingar fólks væru háar og kröfurnar meiri. Hann sagði síðustu mánuði hafa verið„erfiða og sársaukafulla“ og það kæmi fyrir að hann svæfi á gólfi verksmiðjunnar. Aðspurður hvers vegna hann svæfi þar var svarið einfalt: „Því ég hef ekki tíma til þess að fara heim í sturtu.“ Aðdáendur Musk tóku ekki í mál aðátrúnaðargoðið ynni við svoleiðis aðstæður og hófu hópsöfnun til þess að kaupa sófa handa honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, og eftir þrjá daga hafði safnast hátt í sjöþúsund dollarar, sem nemur um 700 þúsund krónum. Þegar uppi var staðið höfðu aðstandendur söfnunarinnar safnað hátt í 18 þúsund dollurum, eða um tveimur milljónum króna. Þegar allt kom til alls ákvað húsgagnafyrirtækið Wayfair að gefa þeim sem stóðu að söfnuninni sófa til þess að afhenda Musk, og var þvíákveðið að gefa upphæðina sem safnaðist til góðgerðarmála. Þegar Musk sjálfur frétti af framtakinu þakkaði hann fyrir sófann og sagðist ætla jafna upphæðina sem safnaðist, og mun því tvöfaldur ágóði söfnunarinnar renna til samtaka sem stuðla aðþví að koma endurnýtanlegum orkugjöfum til þróunarlanda.Wow, thanks for the couch! I will match the donation from my foundation. — Elon Musk (@elonmusk) 10 May 2018 Til gamans má geta að Elon Musk er metinn á tæplega 20 milljarða Bandaríkjadala, en það jafngildir um tvö þúsund milljörðum. Tesla Tengdar fréttir Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla til Íslands og biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, olli mörgum aðdáendum sínum áhyggjum þegar hann sagði vinnu að Tesla Model 3 vera svo streituvaldandi að hann svæfi á verksmiðjugólfinu. Í viðtali við CBS fyrir tæpum mánuði síðan sagðist hann finna fyrir því að væntingar fólks væru háar og kröfurnar meiri. Hann sagði síðustu mánuði hafa verið„erfiða og sársaukafulla“ og það kæmi fyrir að hann svæfi á gólfi verksmiðjunnar. Aðspurður hvers vegna hann svæfi þar var svarið einfalt: „Því ég hef ekki tíma til þess að fara heim í sturtu.“ Aðdáendur Musk tóku ekki í mál aðátrúnaðargoðið ynni við svoleiðis aðstæður og hófu hópsöfnun til þess að kaupa sófa handa honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, og eftir þrjá daga hafði safnast hátt í sjöþúsund dollarar, sem nemur um 700 þúsund krónum. Þegar uppi var staðið höfðu aðstandendur söfnunarinnar safnað hátt í 18 þúsund dollurum, eða um tveimur milljónum króna. Þegar allt kom til alls ákvað húsgagnafyrirtækið Wayfair að gefa þeim sem stóðu að söfnuninni sófa til þess að afhenda Musk, og var þvíákveðið að gefa upphæðina sem safnaðist til góðgerðarmála. Þegar Musk sjálfur frétti af framtakinu þakkaði hann fyrir sófann og sagðist ætla jafna upphæðina sem safnaðist, og mun því tvöfaldur ágóði söfnunarinnar renna til samtaka sem stuðla aðþví að koma endurnýtanlegum orkugjöfum til þróunarlanda.Wow, thanks for the couch! I will match the donation from my foundation. — Elon Musk (@elonmusk) 10 May 2018 Til gamans má geta að Elon Musk er metinn á tæplega 20 milljarða Bandaríkjadala, en það jafngildir um tvö þúsund milljörðum.
Tesla Tengdar fréttir Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla til Íslands og biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla til Íslands og biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. 5. maí 2018 10:30