Lífið

Aðdáendur Elon Musk keyptu fyrir hann sófa

Sylvía Hall skrifar
Elon Musk vinnur nú hörðum höndum að Tesla Model 3.
Elon Musk vinnur nú hörðum höndum að Tesla Model 3. Vísir/Getty

Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, olli mörgum aðdáendum sínum áhyggjum þegar hann sagði vinnu að Tesla Model 3 vera svo streituvaldandi að hann svæfi á verksmiðjugólfinu. Í viðtali við CBS fyrir tæpum mánuði síðan sagðist hann finna fyrir því að væntingar fólks væru háar og kröfurnar meiri.

Hann sagði síðustu mánuði hafa verið„erfiða og sársaukafulla“ og það kæmi fyrir að hann svæfi á gólfi verksmiðjunnar. Aðspurður hvers vegna hann svæfi þar var svarið einfalt: „Því ég hef ekki tíma til þess að fara heim í sturtu.“

Aðdáendur Musk tóku ekki í mál aðátrúnaðargoðið ynni við svoleiðis aðstæður og hófu hópsöfnun til þess að kaupa sófa handa honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, og eftir þrjá daga hafði safnast hátt í sjöþúsund dollarar, sem nemur um 700 þúsund krónum. Þegar uppi var staðið höfðu aðstandendur söfnunarinnar safnað hátt í 18 þúsund dollurum, eða um tveimur milljónum króna.

Þegar allt kom til alls ákvað húsgagnafyrirtækið Wayfair að gefa þeim sem stóðu að söfnuninni sófa til þess að afhenda Musk, og var þvíákveðið að gefa upphæðina sem safnaðist til góðgerðarmála.

Þegar Musk sjálfur frétti af framtakinu þakkaði hann fyrir sófann og sagðist ætla jafna upphæðina sem safnaðist, og mun því tvöfaldur ágóði söfnunarinnar renna til samtaka sem stuðla aðþví að koma endurnýtanlegum orkugjöfum til þróunarlanda.


Til gamans má geta að Elon Musk er metinn á tæplega 20 milljarða Bandaríkjadala, en það jafngildir um tvö þúsund milljörðum.


Tengdar fréttir

Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk

Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.