Lífið

Síðustu dansarnir í Allir geta dansað

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Mynd frá undanúrslitaþætti Allir geta dansað.
Mynd frá undanúrslitaþætti Allir geta dansað. Vísir

Síðasti þáttur vetrarins af Allir geta dansað fer fram á sunnudagskvöldið. Það eru fjögur pör eftir og fá þau að dansa tvo dansa til þess að sanna hver á skilið að fá Glimmerbikarinn.

Hér að neðan má sjá dansstílana sem pörin spreyta sig á og hvaða númer er hægt að hringja í til þess að kjósa sitt uppáhalds par. Símakosning hefst ekki fyrr en á sunnudagskvöld en allur ágóði af símakosningunni rennur til Barnaspítala Hringsins. 

900-9001 Jóhanna Guðrún og Max Petrov

Paso Doble við lagið Granada En Flor með Paco Pena
Samba við lagið Baila baila með Angela Via

900-9002 Bergþór og Hanna Rún

Vínarvals við lagið I have nothing með Whitney Houston
Paso doble við lagið Les Toreadors með Georges Bizet (úr Carmen)

900-9003 Arnar Grant og Lilja

Quickstep við lagið Things með Robbie Williams
Vínarvals við lagið Dance of the Damned með Dark Vampire Music

900-9004 Ebba Guðný og Javi

Vínarvals við lagið La Valse d’Amélie með Yann Tiersen
Tangó við þemalag Pirates of the Carribean

Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu á Stöð 2 og hefst þátturinn klukkan 19:10.


Tengdar fréttir

Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep

Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.