Sport

Sjáið lappirnar á þessum hjólreiðakappa: „Lítur út fyrir að lappirnar mínar séu tilbúnar“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tomasz Marczynski.
Tomasz Marczynski. Twitter/Tomasz Marczynski
Pólski hjólreiðakappinn Tomasz Marczynski hefur keppt í mörg ár meðal þeirra bestu og hann veit að það þarf að leggja mikið á sig á undirbúningstímabilinu til að geta gert eitthvað í keppnum sumarsins.

Tomasz Marczynski er orðinn 34 ára gamall en ætlar sér stóra hluti í hjólreiðakeppnum sumarsins. Hann hefur unnið pólsku hjólreiðakeppnina þrisvar sinnum á ferlinum sem spannar nú meira en áratug.

Marczynski hefur verið að æfa í þrjár vikur í þunnu lofti til að gera sig tilbúinn fyrir átökin og Pólverjinn er sáttur við útkomuna.

Á myndinni má sjá þrútnar æðar sem líta út fyrir að séu að koma út úr húðinni. Þessir kraftmiklu kálfar munu fá nóg að gera þegar Marczynski hefur næstu keppni í Belgíu.

Marczynski birti mynd inn á Twitter þar sem sjá má hvernig lappirnar hans líta út eftir þessar þrjár vikur.







„Þrjár vikur að baki hátt yfir sjávarmáli. Lítur út fyrir að lappirnar mínar séu tilbúnar fyrir Ardennes keppnirnar,“ skrifaði Tomasz Marczynski undir myndina.

Við þetta tækifæri er í lagi að rifja upp myndina sem landi hans Pawel Poljanski setti inn á Instagram eftir keppni í Tour de France í fyrra en hana má sjá hér fyrir neðan.





 
After sixteen stages I think my legs look little tired  #tourdefrance

A post shared by Paweł Poljański (@p.poljanskiofficial) on Jul 18, 2017 at 10:04am PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×