Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 22:09 Áhorfendur í Borgarleikhúsinu héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af farsanum þegar þeim var tilkynnt að stöðva þyrfti sýninguna. Vísir/Stefán Karlsson Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar. Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar.
Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið