Stöðva þurfti Sýninguna sem klikkar eftir að leikkona fékk þungt högg í andlitið Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 22:09 Áhorfendur í Borgarleikhúsinu héldu að um grín væri að ræða sem væri hluti af farsanum þegar þeim var tilkynnt að stöðva þyrfti sýninguna. Vísir/Stefán Karlsson Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar. Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Hætta þurfti sýningu á farsanum Sýningin sem klikkar í Borgarleikhúsinu í kvöld eftir að leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir fékk þungt högg þegar hurð skall á andliti hennar. Atvikið átti sér stað rétt fyrir hlé en Birna hélt ótrauð áfram leik. Mikið gekk á í verkinu þegar þetta gerðist og áttuðu hvorki leikarar né áhorfendur sig á því að eitthvað hefði komið upp á að sögn leikhússtjórans. Þegar hugað var að Birnu í hléi kom hins vegar í ljós að hún hafði hlotið skurð á vörina sem hafði bólgnað mikið og var því ákveðið að hætta sýningu. Kristín Eysteinsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins en hún segir að ákveðið hefði verið að senda starfsmann fram í hléi til að tilkynna áhorfendum að stöðva þyrfti sýninguna vegna meiðsla sem leikara hafði hlotið.Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir.Vísir/VilhelmVerkið Sýningin sem klikkar fjallar um leikhóp sem ætlar að setja upp morðgátu við nokkuð frumstæðar aðstæður en allt fer úrskeiðis við uppsetninguna þar sem leikmyndin klikkar og leikarar muna ekki línurnar sínar. Kristín segir áhorfendur því hafa átt bágt með að trúa orðum starfsmannsins þegar hann tilkynnti þeim að stöðva þyrfti sýninguna vegna óhapps. „Þau trúðu því ekki í fyrstu og héldu að þetta væri grín sem væri hluti af sýningunni. Það eru kannski broslegar hliðar á þessu að því leytinu,“ segir Kristín.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánHún segir meiðsl Birnu ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. Hurðin skall á munni hennar en tennurnar sluppu óskaddaðar. Hún fékk þó skurð á vörina og blæddi töluvert en slapp tiltölulega vel þó vörina hafi verið orðin vel bólgin þegar hugað var að Birnu í hléi. Kristín segir Birnu Rún hafa sýnt af sér mikla seiglu með því að halda leik sínum áfram. „Hún kannski gerði sér ekki grein fyrir því sjálf að hún hefði fengið svona mikið högg á munninn,“ segir Kristín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að sýningar muni halda áfram samkvæmt plani með Birnu í leikhópnum og að áhorfendum sem voru á sýningunni i kvöld verði að sjálfsögðu boðið að koma á sýningu síðar.
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira