Sport

Skrópaði til að fara á völlinn | Rakst óvart á skólastjórann á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steckman heldur hér á skiltinu við hlið skólastjórans sem hafði gaman af öllu saman.
Steckman heldur hér á skiltinu við hlið skólastjórans sem hafði gaman af öllu saman.
Ungur drengur í fjórða bekk í Chicago skrópaði í skólanum til þess að sjá opnunarleik Chicago Cubs. Heimurinn komst að skrópinu og hann hitti skólastjórann á vellinum.

Venjulega reyna krakkar að fara með veggjum er þeir skrópa í skólanum. Ekki hann Tucker Steckman sem fékk að fara með pabba á völlinn í stað þess að vera í skólanum.

Þeir mættu með skilti þar sem heiminum var tilkynnt um skrópið og það mætti alls ekki segja Versluis skólastjóra frá skrópinu.





Twitter-síða MLB-deildarinnar birti mynd af drengnum en síðan er með 8,3 milljónir fylgjenda. Þeir settu þó borða fyrir andlitið á honum svo hann þekktist ekki.

Það skipti þó engu því skólastjórinn var á vellinum og Steckman rakst á hann.

„Ég sá hann og reyndi að fela mig. Ég vildi nefnilega ekki heldur að hann myndi sjá mig. Ég var sjálfur að skrópa með syni mínum á vellinum,“ sagði skólastjórinn skellihlæjandi.

Er upp komst um skróp allra var gert grín að öllu og Steckman myndaði sig með skólastjóranum og skiltinu.

„Ég hef ekki misst dag úr vinnu í sex ár og fannst það því í lagi. Það er í fínu lagi að Tucker hafi líka skrópað. Hann er frábær strákur og stendur sig vel. Mér fannst skiltið stórkostlegt hjá honum,“ bætti skólastjórinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×