Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 17:35 Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. vísir/vilhelm Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15