Lífið

„Jóðlandi strákurinn úr Walmart“ tryllti lýðinn á Coachella

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mason Ramsey á sviðinu á Coachellahátíðinni ásamt tónlistarmanninum DJ Wethan.
Mason Ramsey á sviðinu á Coachellahátíðinni ásamt tónlistarmanninum DJ Wethan. Vísir/Getty

Hinn ellefu ára gamli Mason Ramsey, betur þekktur sem „jóðlandi strákurinn úr Walmart“, kom óvænt fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníuríki í gær.

Ramsey sló nýverið í gegn á samfélagsmiðlum eftir að myndbandi af honum að syngja fyrir viðskiptavini í Walmart-verslun í Bandaríkjunum var hlaðið á netið. Hann hefur síðan komið fram í spjallþætti Ellen DeGeneres og þá hefur um ein milljón manns fylgt honum á Instagram síðan myndbandið var birt.

Gestir Coachella-hátíðarinnar virtust ánægðir með frammistöðu Ramsey en myndbönd af atriðinu, auk myndbandsins sem skaut drengnum upp á stjörnuhimininn, má sjá hér að neðan.

Þá sat Ramsey fyrir framan Coachella-gesti í flugi á leiðinni á hátíðina og hóf upp raust sína. Atvikið má sjá í meðfylgjandi tísti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.