Lífið

Glimmerherbergið: Jón sýndi slitinn kálfa og kílóin fjúka af keppendum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergþór Pálsson hefur misst tíu kíló.
Bergþór Pálsson hefur misst tíu kíló. vísir
Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir féllu úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2 í gærkvöldi.

Í þáttunum Allir geta dansað keppa þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir dansa við fagdansara og stendur eitt par uppi sem sigurvegari. Í gærkvöldi komu sjö danspör fram og þóttu þau öll standa sig nokkuð vel.

Þættirnir eru ávallt í beinni útsendingu og þegar pörin hafa stígið á svið mæta þau í svokallað Glimmerherbergi baksviðs. Þar fara þau í viðtal sem sjá má á Instagram-síðu Stöðvar 2. 

Viðtölin eru síðan sum sýnd síðar í þáttaröðinni. Margt skemmtilegt gerist baksviðs í Allir geta dansað og má meðal annars nefna að Jón Arnar sýndi áhorfendum meiðslin sín en hann kom fram í gærkvöldi með slitinn vöðva í kálfa.

Kálfinn fjólublár og sársaukinn mikill en flestir keppendur eru sammála um það að kílóin er að fjúka af þeim og hefur til að mynda Bergþór Pálsson lést um tíu kíló frá því að æfingar hófust.

Hér að neðan má sjá fjörið úr Glimmerherberginu.

 
900 9001 #allirgetadansað

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on Apr 15, 2018 at 12:36pm PDT

 
900 9002 #allirgetadansað

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on Apr 15, 2018 at 12:40pm PDT

 
900 9003 #allirgetadansað

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on Apr 15, 2018 at 12:53pm PDT

 
900 9004 #allirgetadansað

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on Apr 15, 2018 at 12:57pm PDT

 
900 9905 #allirgetadansað

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on Apr 15, 2018 at 1:06pm PDT

 
900 9006 #allirgetadansað

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on Apr 15, 2018 at 1:28pm PDT

 
900 9007 #allirgetadansað

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on Apr 15, 2018 at 1:29pm PDT


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×