Innlent

Tími göngugatna í miðborginni hefst 1. maí

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Meðal þeirra gatna sem verður lokað í sumar er neðri hluti Skólavörðustígs.
Meðal þeirra gatna sem verður lokað í sumar er neðri hluti Skólavörðustígs. Fréttablaðið/Ernir
Tími göngugatna í miðborg Reykjavíkur hefst 1. maí næstkomandi en göngugötum er ætlað að auðga mannlíf miðborgarinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru 75 prósent svarenda jákvæðir gagnvart göngugötum en einungis 12 prósent neikvæðir, í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar árið 2017.

Þær götur sem verða göngugötur frá 1. maí eru Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis, Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti, Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti og svo Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Er þetta sama fyrirkomu lag eins og undanfarin ár.

Öll umferð bifreiða verður óheimil á svæðinu að undanskilinni umferð vegna vörulosunar sem heimiluð verður milli klukkan 7 og 11 virka daga. Bekkjum og blómakerum verður komið fyrir á svæðinu til að gleðja augað og lífga upp á mannlífið samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar. Laugavegur verður málaður á kafla eins og síðustu ár og unnið að ýmsum sumarverkefnum á göngugötusvæðinu. Borgin óskar eftir samstarfi rekstraraðila vegna göngugatnanna. 

„Til þess að göngugöturnar heppnist sem best er samstarf rekstraraðila og borgarinnar mikilvægt. Lífleg miðborg með auknum fjölda gesta er mikið gleðiefni en því fylgir aukið álag á hreinsun og viðhald. Rekstraraðilar eru því beðnir um að leggja borginni lið við að halda umhverfinu snyrtilegu í kringum  starfsemi sína, sér í lagi veitingastaðir og kaffihús.“


Tengdar fréttir

Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun

Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.