Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Höskuldur Kári Schram skrifar 11. maí 2016 18:45 Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. Lokunin tók gildi um síðustu mánaðamót og stendur til 1. október næstkomandi eða í fimm mánuði. Pósthústræti er orðin göngugata sem og Austurstræti. Þá hefur Laugavegi frá Vatnsstíg að Bankastræti verið lokað og neðri hluta Skólavörðustígs. Kaupmenn við Skólavörðustíg eru afar ósáttir með þessa lokun og telja að með henni sé verið að draga úr aðgengi almennings að götunni sem síðan hafi mjög slæm áhrif á verslunarrekstur. „Mér finnst þessi lokun grafalvarleg. Mér finnst hún alltof löng. Það er búið að lengja lokunina um marga mánuði og í rauninni lítið um samráð við fólk hérna sem er að reka bæði verslanir og þjónustu,“ segir Heiða Lára Aðalsteinsdóttir eigandi Boutique Bella. Rúmlega 20 kaupmenn við Skólavörðustíg hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þessari lokun er mótmælt. Ófeigur Björnsson gullsmiður segist þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. „Já þeir lokuðu núna 1. maí og salan hefur dregist verulega saman,“ segir Ófeigur. Samtök verslunar og þjónustu ætla að funda með borgaryfirvöldum á morgun vegna málsins. Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að kannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum sýni að borgarbúar og verslunareigendur í miðborginni séu almennt ánægðir með þessar lokanir. „Mér finnst mikilvægt að borgarbúar almennt viti það að þetta hefur gengið mjög vel. Mikill meirihluti rekstraraðila hefur verið ánægður með þetta fyrirkomulag,“ segir Hjálmar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira