Brugguðu fyrsta alíslenska kvenbjórinn Benedikt Bóas skrifar 7. apríl 2018 13:00 Því miður komust ekki allar konurnar sem komu að bruggun Bríetar þegar hún var kynnt á fimmtudag. En hér eru fimm fræknar, glaðar og kátar með Bríeti í glasi. Frá vinstri Ragnheiður Axel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Alyson Hartwig, Laufey Sif Lárusdóttir og Cassie Cosgrove. Á myndina vantar Ástu Ósk, Berglindi Snæland og Hrefnu Karítas. Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira
Sjö bruggkonur komu saman í brugghúsi Ölverks í Hveragerði á alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn. Útkoman er Bríet, kókoshnetu-lime saison-bjór sem kynntur verður í dag. „Þetta er suðrænn bjór enda var sumarfílingur í okkur þegar við komum saman að ákveða hvaða bjór skyldi brugga. Það var sannarlega bjart yfir okkur og gott veður í Hveragerði. Hann kemur vel út og þetta er bjórinn sem á að drekka á snemmsumarsdögum,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, eigandi Ölverksbrugghússins í Hveragerði þar sem sjö konur komu saman í mars til að brugga fyrsta alíslenska kvenbjórinn, sem hlotið hefur nafnið Bríet. Í tilefni af alþjóðlegum sambruggdegi kvenna sem haldinn var hátíðlegur um allan heim þann 8. mars síðastliðinn hittust konur í bruggi, blandarar og eigendur brugghúsa á Íslandi í Ölverki í Hveragerði og brugguðu saman skemmtilegan samstarfsbjór. Þema sambruggdagsins í ár var með „framandi“ ívafi en fyrir valinu varð léttur saison-bjór með suðrænum tónum, lime og kókóshnetu. Í árdaga bjórsins var bruggstarfið kvennastarf og má segja að hópurinn hafi lagt hjarta og sál í bruggframleiðsluna líkt og kynsystur þeirra gerðu áður. „Það var fyrir tilstilli Alyson Hartwig, bruggmeistara RVK Brewing Co., að hópurinn kom saman til að gera, í fyrsta sinn, samstarfsbjór á Íslandi. Þetta er stækkandi kvennaiðnaður og gaman fyrir aðrar konur að sjá að kvenmenn eru í iðnaðnum. Þetta er alþjóðlegur dagur sem er haldinn ár hvert um allan heim þar sem konur koma saman og brugga. Ölverk hentaði vel í þetta verkefni því við erum lítið brugghús, en okkar sérstaða er að við keyrum brugghúsið á jarðgufu.“ Bjórinn hefur fengið nafnið Bríet í höfuðið á Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en bruggkonurnar komu frá Lady Brewery, RVK Brewing Co., Ölverk brugghúsi, Ölvisholti brugghúsi og Fágun – félagi áhugafólks um gerjun á Íslandi. „Við erum konur sem höfum áhuga á bjór og það komu ýmsar tillögur og mikið af góðum hugmyndum. Það er nóg til í hugmyndabankanum fyrir næsta ár. Það er greinilega mikil hugmyndaauðgi hjá íslenskum bruggkonum og við erum engir eftirbátar karlanna þótt þeir séu yfirleitt sýnilegri,“ segir Laufey, stolt af félagsskapnum og bjórnum Bríeti.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fleiri fréttir Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Sjá meira