Helga Möller móðgar Clausen-systur Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 10:08 Þórunn Erla telur umfjöllun RÚV um framlag Íslands hið undarlegasta en þær Clausen-systur eru síður en svo ánægðar með afgreiðslu Helgu á laginu. „Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“ Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Vá dómharkan og neikvæðnin!“ skrifaði Ragnheiður Elín Clausen þula á Facebook-vegg sinn á laugardagskvöldið. Hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún hafði verið að fylgjast með Eurovisionþætti Felix Bergssonar Alla leið þar sem íslenska framlagið hlaut ekki lofsamlega einkunn. Ekki síst frá Helgu Möller söngkonu, en hún fór fyrst út til að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 1986 ásamt Eiríki Haukssyni og Pálma Gunnarssyni. Önnur í þættinum, þau Friðrik Dór, Guðrún Gunnarsdóttir og Jóhannes Þór voru ekki hrifin heldur, en Felix vildi hins vegar sjá björtu hliðarnar.Ragnheiður Elín á ekki til orðVísir greindi sérstaklega frá þessari útreið sem lag Þórunnar Erlu Clausen í flutningi Ara Ólafssonar hlaut. Helga sagði lagið gamaldags og það kom henni á óvart að það skyldi hafa sigrað í undankeppninni hér heima. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og Eurovisonsérfræðingur, bætti reyndar um betur og sagði að sér þætti lagið ótrúlega leiðinlegt, óeftirminnilegt og að Ísland ætti nánast engan séns á að komast upp.Þetta er alveg nýtt, yfirleitt er íslenska framlagið hlaðið lofi í þáttum sem þessum, burtséð frá öllu og öllu og væntingavísitalan skrúfuð í botn. Þannig að ekki þarf að koma á óvart að Ragnheiði hafi brugðið í brún, en hún er einlægur Eurovision-áhugamaður og hefur farið utan til að fylgjast með keppninni, ekki síst í seinni tíð en systir hennar Þórunn Erna Clausen hefur átt góðu gengi að fagna í keppninni sem höfundur og flytjandi. „Ég á ekki til orð. Man ekki eftir svona umfjöllun,“ segir Ragnheiður Elín alveg standandi bit.Furðulegt að RÚV skuli afgreiða sitt framlag á þennan hátt Þórunn Erna er einmitt höfundur sigurlagsins og hún leggur orð í belg á síðu systur sinnar. Segist reyndar ekki hafa séð þáttinn ennþá. „En finnst alltaf einkennilegt þegar einhver setur sig í mjög neikvætt dómarasæti gagnvart listsköpun fólks og vinnu. Það er víst ekki hægt að semja tónlist sem hentar öllum. Þetta er gert öðruvísi í öðrum löndum sjáum við, þar stendur sjónvarpsstöðin vel á bakvið lögin og reyna að lýsa þeim á jákvæðan hátt en ekki svona gert ...“
Eurovision Tengdar fréttir Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Helga Möller hefur ekki mikla trú á lagi Ara Ólafs Lagið Our choice, framlag okkar Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, var tekið fyrir í þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. 7. apríl 2018 21:47