Enski boltinn

Conte: Kane einn sá besti í heiminum

Antonio Conte.
Antonio Conte. vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að Harry Kane sé einn besti framherji í heimi en Tottenham geti þó spjarað sig án hans í leiknum á sunnudaginn.

 

Harry Kane verður að öllum líkindum ekki með Tottenham á sunnudaginn gegn Chelsea en Conte segir að þrátt fyrir það þá munu aðrir leikmenn Tottenham stíga upp.

 

,,Ég held að við séum að tala um einn besta framherja í heimi. Það er enginn vafi á því að þegar þú ert með svona leikmenn í þínu liði og hann meiðist, þá muntu finna fyrir því.”

 

,,Hinsvegar er Tottenham í heildina mjög gott lið og spila alltaf vel saman. Þeir eru með marga mjög hæfileikaríka leikmenn og spila mjög ákveðið.”

 

,,Þeir hafa sýnt það áður að þeir geta spilað mjög vel án Kane og því býst ég ekki við neinu öðru á sunnudaginn.”

 

Chelsea verða átta stigum á eftir Tottenham ef að þeir tapa á sunnudaginn og því er þetta skyldusigur fyrir Conte og hans menn í baráttunni um Meistardeildarsæti.

 

,,Leikurinn á sunnudaginn er mjög mikilvægur. Ef við vinnum þá minnkum við forskot þeirra en við töpum þá gerum við þetta mjög erfitt fyrir okkur.”

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×