Mikils virði að fá annað tækifæri Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. mars 2018 08:45 Javi á íslenska kærustu, Ásdísi Finnsdóttur. Hún og fjölskylda hennar eru fjölskylda hans í dag. Vísir/Stefán Þetta hefur verið ótrúlega gaman, eiginlega eins og draumur,“ segir Javier Fernández Valiño, dansfélagi Ebbu Guð- nýjar Guðmundsdóttur, í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2. Javier og Ebba hafa vakið mikla athygli á dansgólfinu og virðast ná vel saman. „Mér finnst frábært að dansa við Ebbu, hún er glöð og hefur sterka útgeislun. Hún hefur svipuð lífsgildi og ég og ég held öll lífsgleðin skili sér á gólfinu,“ segir Javier sem er alla jafna kallaður Javi. „Við æfum klukkutímunum saman. Við höfum tekið fimm tíma æfingu, litið á klukkuna og hreinlega ekki skilið hvernig tíminn getur liðið svona hratt. Svo höldum við bara áfram, við leggjum mjög hart að okkur.“ Javi er 26 ára gamall. Fæddur í Madrid á Spáni. Hann flutti hingað til lands fyrir rúmlega fimm árum.Sjá einnig: Javi sveiflaði Ebbu fram og til baka á dansgólfinuHefur alltaf haft mikla orku Foreldrar hans eru af fátæku fólki komnir. „Mamma vinnur í fiskvinnslu og pabbi er með bifreiðaverkstæði, gerir upp klassíska bíla og selur þá. Þau eru bæði af mjög fátæku fólki komin. Ég á einn eldri bróður, hann er 37 ára. Mamma var 16 ára þegar hún eignaðist hann,“ segir Javi. „Pabbi er alinn upp í steinhlöðnu húsi þar sem allar aðstæður voru frumstæðar. Það var til dæmis ekkert klósett í húsinu. Foreldrar mínir eru virkilega duglegt fólk.“ Javi var mjög orkumikið barn. Hann æfði fótbolta, stundaði sund og dans og hjálpaði til við messuhald í kirkju á sunnudögum. „Þegar ég var orðinn ellefu ára gamall sagði pabbi mér að velja. Ég valdi dansinn og hef aldrei séð eftir því,“ segir Javi. Javi flutti til Barcelona sautján ára gamall og stundaði listnám meðfram dansinum. „Ég gerði stuttmyndir, lærði grafíska hönnun, bjó til og spilaði tónlist og var dj og dansaði. Ég hef alltaf haft mikla orku og þörf fyrir að gefa af mér. Ég flutti svo aftur til Madrid um tvítugt og fór að huga að möguleikum mínum,“ segir Javi. „Ég var staðráðinn í því að tala betri ensku og ferðast. Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég rakst á auglýsingu frá Íslandi. Dansskóli Ragnars auglýsti eftir kennara til að kenna börnum dans. Ég stökk á tækifærið,“ segir Javi.Javi og Ebba vinna vel saman í Allir Geta Dansað.Vísir/SkjáskotHálfs árs bann vegna kannabisneyslu „Ég fór tveimur dögum seinna frá Madrid,“ segir hann og hlær. Hann segir móður sína hafa fórnað höndum. „Hún spurði: Javi? Hvað ertu eiginlega að fara að gera á eyju lengst norður í hafi? Þú verður kominn strax hingað aftur. Henni leist ekki á þetta. En hér er ég rúmlega fimm árum seinna og uni mér vel,“ segir Javi. Hann segir að í fyrstu hafi hann átt erfitt með að fóta sig. Árið 2013 var Javi settur í hálfs árs keppnisbann vegna kannabisneyslu. „Þetta var erfiður tími hjá mér. Sá erfiðasti sem ég hef gengið í gegnum. Mér fannst þetta erfitt gagnvart þeim sem treystu mér. Það tók nokkra mánuði fyrir mig að koma mér út úr vandanum. Ég fékk góða aðstoð, fór í meðferð og náði tökum á lífi mínu,“ segir Javi. „Það er mikils virði að fá annað tækifæri og ég hef nýtt það vel til að gefa af mér. Ég elska land og þjóð,“ segir Javi sem talar reiprennandi íslensku. „Ég byrjaði hér á landi á því að kenna börnum. Þau eru bestu kennararnir, þau töluðu ekki ensku svo ég þurfti að læra íslensku. Þau eru líka góðir kennarar í lífinu, því þau eru alltaf í núinu,“ segir Javi. „Ég fór svo seinna í tungumálanám hjá Mími, lærði þar að skrifa íslensku og tileinka mér betri framburð. Ég hafði það að markmiði að læra nokkur ný orð á hverjum degi. Fjölskyldan sem ég dvaldi hjá fyrst við komuna til Íslands hjálpaði mér líka mikið.“ „Mér fannst ég eiga heima hér frá fyrstu dögum. Íslendingar eru ekki dómharðir, þeir eru vinalegir og frjálslyndir. Það er gott að vera í kringum þá. Langir vetur hafa mikil áhrif á þá og þess vegna er dansinn góður fyrir þá. Stundum finnst mér Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, svolítið feimnir. Ég held það sé af því að inniveran er mikil á veturna.“Fjölskylda Ásdísar orðin fjölskylda Javi Javi á íslenska kærustu, hún heitir Ásdís Ósk Finnsdóttir. „Hún er dansari, dansar nútímadans og djassballett. Ég sá hana í Listdansskólanum og bauð henni svo að dansa í tónlistarmyndbandi sem ég lék í og heillaðist af henni. Síðan fór ég að kenna henni samkvæmisdans og nú keppum við saman í latíndönsum. Hún og fjölskylda hennar eru fjölskylda mín í dag,“ segir Javi. En víkjum þá að mikilvægustu spurningunni. Geta í alvörunni allir dansað? „Já! Auðvitað. Ég hef kennt ótal manns að dansa. Ég hef kennt fólki sem notar hjólastóla og fólki með Downs heilkennið. Ég er núna að þróa kennslu með samstarfskonu þar sem við ætlum að bjóða fólki sem notar hjólastól að dansa. Þótt líkaminn sé ekki í toppformi þá er oftast hægt að gera eitthvað til að dansa og tjá sig. Og það er hollt, það er gott fyrir hjartað, eflir hugrekki. Dans er nefnilega svo margt, þegar fólk dansar þá notar það bæði tilfinningar og rökhugsun,“ segir Javi. Hann hefur undanfarið haldið latínkvöld á Kofa Tómasar frænda sem hafa fallið mörgum í geð. „Við rýmum gólfið, spilum latíntónlist og það er eiginlega alltaf fullt út úr dyrum,“ segir hann frá. Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Viðtal Tengdar fréttir Javi sveiflaði Ebbu fram og til baka á dansgólfinu Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño fóru mikinn í dansþættinum Allir geta dansað í beinni útsendingu á sunnudagskvöldið síðasta en þau dönsuðu Cha-cha-cha með miklum tilþrifum. 16. mars 2018 09:30 „Er ekki orðin stressuð ennþá“ "Mér líst bara vel á það. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst frí einkakennsla í allskonar samkvæmisdönsum.“ 26. febrúar 2018 10:30 Þetta eru pörin í Allir geta dansað Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. 9. mars 2018 16:30 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Þetta hefur verið ótrúlega gaman, eiginlega eins og draumur,“ segir Javier Fernández Valiño, dansfélagi Ebbu Guð- nýjar Guðmundsdóttur, í skemmtiþættinum Allir geta dansað á Stöð 2. Javier og Ebba hafa vakið mikla athygli á dansgólfinu og virðast ná vel saman. „Mér finnst frábært að dansa við Ebbu, hún er glöð og hefur sterka útgeislun. Hún hefur svipuð lífsgildi og ég og ég held öll lífsgleðin skili sér á gólfinu,“ segir Javier sem er alla jafna kallaður Javi. „Við æfum klukkutímunum saman. Við höfum tekið fimm tíma æfingu, litið á klukkuna og hreinlega ekki skilið hvernig tíminn getur liðið svona hratt. Svo höldum við bara áfram, við leggjum mjög hart að okkur.“ Javi er 26 ára gamall. Fæddur í Madrid á Spáni. Hann flutti hingað til lands fyrir rúmlega fimm árum.Sjá einnig: Javi sveiflaði Ebbu fram og til baka á dansgólfinuHefur alltaf haft mikla orku Foreldrar hans eru af fátæku fólki komnir. „Mamma vinnur í fiskvinnslu og pabbi er með bifreiðaverkstæði, gerir upp klassíska bíla og selur þá. Þau eru bæði af mjög fátæku fólki komin. Ég á einn eldri bróður, hann er 37 ára. Mamma var 16 ára þegar hún eignaðist hann,“ segir Javi. „Pabbi er alinn upp í steinhlöðnu húsi þar sem allar aðstæður voru frumstæðar. Það var til dæmis ekkert klósett í húsinu. Foreldrar mínir eru virkilega duglegt fólk.“ Javi var mjög orkumikið barn. Hann æfði fótbolta, stundaði sund og dans og hjálpaði til við messuhald í kirkju á sunnudögum. „Þegar ég var orðinn ellefu ára gamall sagði pabbi mér að velja. Ég valdi dansinn og hef aldrei séð eftir því,“ segir Javi. Javi flutti til Barcelona sautján ára gamall og stundaði listnám meðfram dansinum. „Ég gerði stuttmyndir, lærði grafíska hönnun, bjó til og spilaði tónlist og var dj og dansaði. Ég hef alltaf haft mikla orku og þörf fyrir að gefa af mér. Ég flutti svo aftur til Madrid um tvítugt og fór að huga að möguleikum mínum,“ segir Javi. „Ég var staðráðinn í því að tala betri ensku og ferðast. Ég vildi prófa eitthvað nýtt. Ég rakst á auglýsingu frá Íslandi. Dansskóli Ragnars auglýsti eftir kennara til að kenna börnum dans. Ég stökk á tækifærið,“ segir Javi.Javi og Ebba vinna vel saman í Allir Geta Dansað.Vísir/SkjáskotHálfs árs bann vegna kannabisneyslu „Ég fór tveimur dögum seinna frá Madrid,“ segir hann og hlær. Hann segir móður sína hafa fórnað höndum. „Hún spurði: Javi? Hvað ertu eiginlega að fara að gera á eyju lengst norður í hafi? Þú verður kominn strax hingað aftur. Henni leist ekki á þetta. En hér er ég rúmlega fimm árum seinna og uni mér vel,“ segir Javi. Hann segir að í fyrstu hafi hann átt erfitt með að fóta sig. Árið 2013 var Javi settur í hálfs árs keppnisbann vegna kannabisneyslu. „Þetta var erfiður tími hjá mér. Sá erfiðasti sem ég hef gengið í gegnum. Mér fannst þetta erfitt gagnvart þeim sem treystu mér. Það tók nokkra mánuði fyrir mig að koma mér út úr vandanum. Ég fékk góða aðstoð, fór í meðferð og náði tökum á lífi mínu,“ segir Javi. „Það er mikils virði að fá annað tækifæri og ég hef nýtt það vel til að gefa af mér. Ég elska land og þjóð,“ segir Javi sem talar reiprennandi íslensku. „Ég byrjaði hér á landi á því að kenna börnum. Þau eru bestu kennararnir, þau töluðu ekki ensku svo ég þurfti að læra íslensku. Þau eru líka góðir kennarar í lífinu, því þau eru alltaf í núinu,“ segir Javi. „Ég fór svo seinna í tungumálanám hjá Mími, lærði þar að skrifa íslensku og tileinka mér betri framburð. Ég hafði það að markmiði að læra nokkur ný orð á hverjum degi. Fjölskyldan sem ég dvaldi hjá fyrst við komuna til Íslands hjálpaði mér líka mikið.“ „Mér fannst ég eiga heima hér frá fyrstu dögum. Íslendingar eru ekki dómharðir, þeir eru vinalegir og frjálslyndir. Það er gott að vera í kringum þá. Langir vetur hafa mikil áhrif á þá og þess vegna er dansinn góður fyrir þá. Stundum finnst mér Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, svolítið feimnir. Ég held það sé af því að inniveran er mikil á veturna.“Fjölskylda Ásdísar orðin fjölskylda Javi Javi á íslenska kærustu, hún heitir Ásdís Ósk Finnsdóttir. „Hún er dansari, dansar nútímadans og djassballett. Ég sá hana í Listdansskólanum og bauð henni svo að dansa í tónlistarmyndbandi sem ég lék í og heillaðist af henni. Síðan fór ég að kenna henni samkvæmisdans og nú keppum við saman í latíndönsum. Hún og fjölskylda hennar eru fjölskylda mín í dag,“ segir Javi. En víkjum þá að mikilvægustu spurningunni. Geta í alvörunni allir dansað? „Já! Auðvitað. Ég hef kennt ótal manns að dansa. Ég hef kennt fólki sem notar hjólastóla og fólki með Downs heilkennið. Ég er núna að þróa kennslu með samstarfskonu þar sem við ætlum að bjóða fólki sem notar hjólastól að dansa. Þótt líkaminn sé ekki í toppformi þá er oftast hægt að gera eitthvað til að dansa og tjá sig. Og það er hollt, það er gott fyrir hjartað, eflir hugrekki. Dans er nefnilega svo margt, þegar fólk dansar þá notar það bæði tilfinningar og rökhugsun,“ segir Javi. Hann hefur undanfarið haldið latínkvöld á Kofa Tómasar frænda sem hafa fallið mörgum í geð. „Við rýmum gólfið, spilum latíntónlist og það er eiginlega alltaf fullt út úr dyrum,“ segir hann frá.
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Dans Viðtal Tengdar fréttir Javi sveiflaði Ebbu fram og til baka á dansgólfinu Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño fóru mikinn í dansþættinum Allir geta dansað í beinni útsendingu á sunnudagskvöldið síðasta en þau dönsuðu Cha-cha-cha með miklum tilþrifum. 16. mars 2018 09:30 „Er ekki orðin stressuð ennþá“ "Mér líst bara vel á það. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst frí einkakennsla í allskonar samkvæmisdönsum.“ 26. febrúar 2018 10:30 Þetta eru pörin í Allir geta dansað Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. 9. mars 2018 16:30 Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
Javi sveiflaði Ebbu fram og til baka á dansgólfinu Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño fóru mikinn í dansþættinum Allir geta dansað í beinni útsendingu á sunnudagskvöldið síðasta en þau dönsuðu Cha-cha-cha með miklum tilþrifum. 16. mars 2018 09:30
„Er ekki orðin stressuð ennþá“ "Mér líst bara vel á það. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst frí einkakennsla í allskonar samkvæmisdönsum.“ 26. febrúar 2018 10:30
Þetta eru pörin í Allir geta dansað Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars. 9. mars 2018 16:30