Innlent

Sveitarfélögum fækkar um tvö

Jón Hákon Halldórsson skrifar
87 prósent kjósenda í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík kusu með sameiningunni.
87 prósent kjósenda í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík kusu með sameiningunni. GUNNAR GUNNARSSON/AUSTURFRÉTT
Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. Íbúar Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna laugardaginn 24. mars og 11. nóvember síðastliðinn hafði verið samþykkt sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðis.

Íbúafjöldi í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis verður um 3.200. Íbúar Fjarðabyggðar eftir sameininguna við Breiðdalshrepp verða tæplega 5.000.

Árið 1950 voru sveitarfélögin 229 og hefur þeim fækkað í nokkrum skrefum. Árin 1994 til 2006 var mikið um sameiningar og fækkaði sveitarfélögum þá úr 196 í 79 og síðan í 74 með síðustu sameiningum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×