Gamalt lag sem fékk nýjan hljóm Benedikt Bóas skrifar 12. mars 2018 10:00 Stefán á rjúpum í Mývatnssveit þar sem hluti textans fæddist við lagið Flóttamaður sem nú hljómar á útvarpsstöðvum landsins. Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“ Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Planið var að gera sólóplötu áður en ég yrði þrítugur. Það er löngu liðið en tímasetningin hentaði og ég ákvað að kýla bara á þetta núna,“ segir Stefán Jakobsson en lagið Flóttamaður byrjaði að hljóma á útvarpsstöðum landsins fyrir helgi. Lagið er fyrsta af áætlaðri sólóplötu sem hann ætlar að gefa út með vorinu. Hann er nánast tilbúinn með 10 lög og ætlar að safna fyrir plötunni á Karolinafund. Stefán er söngvari hljómsveitarinnar Dimmu og þar hefur hann róið öllum árum að því að skapa sér stórt nafn. „Dimma er búin að vera á fullu síðan 2011, gefa út þrjár breiðskífur, taka þátt í tónleikum og fleiru með Bubba Morthens og ýmislegt fleira þannig að núna er skipið á floti og siglir áfram þöndum seglum. Það eru fullt af verkefnum með Dimmu fram undan en mér fannst stundin vera núna að gera þessa plötu.“ Hann segir að sér finnist betra að gera plötu með öðrum og líti á sig frekar sem verkstjóra en einhvern harðstjóra. „Það koma margir að því að móta músíkina. Biggi trommari hefur sitt að segja með trommurnar og sama gildir um Hálfdán með bassann. Þetta eru reynslumiklir menn úr bransanum sem hafa snert á miklu og hafa grunn í að vera skapandi í allar áttir. Ég leyfi þeim að njóta sín því þeirra hugmyndir eru yfirleitt miklu betri en mínar,“ bendir hann á. Fleiri lög eru væntanleg af komandi plötu í spilun en Stefán hefur samið flest sitt í samstarfi með Halldór Á. Björnsson. Birgir Jónsson slær á trommur, Hálfdán Árnason plokkar bassann og Birkir Rafn gítarinn. „Flóttamaður er gamalt lag, um 25 ára. Fyrst ætlaði ég að hafa plötuna á ensku en það var algjör vitleysa að syngja á útlensku.“ Stefán ætlar að fylgja plötunni eftir með því að spila á sem flestum stöðum í sumar. Trúlega eftir að Ísland lyftir HM styttunni í Rússlandi. „Tónlistin er ævintýragjörn, blaut og köld en samt svo falleg og hlý. Þetta eru 10 lög sem eru klár og þau hafa öll sín einkenni. Planið er að fylgja plötunni eftir með því að spila í því bæjarfélagi þar sem maður hefur átt bensín til að drífa í. Ætli það verði ekki eftir HM en fyrir Eistnaflug. Þá verða allir enn í stuði eftir að Ísland hefur orðið heimsmeistari.“
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Tónlist Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira