Innlent

Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyjamenn brosmildir á gólfinu í Laugardalshöll. Sigurður Bragason er annar frá hægri og Theodór númer 23 í neðri röð.
Eyjamenn brosmildir á gólfinu í Laugardalshöll. Sigurður Bragason er annar frá hægri og Theodór númer 23 í neðri röð. Vísir/Valli

Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari nýkrýndra bikarmeistara ÍBV í handbolta og fyrrverandi leikmaður félagsins, var færður í fangageymslur í Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudags vegna gruns um líkamsárás á lykilmann liðsins, hornamanninn Theodór Sigurbjörnsson.

ÍBV vann öruggan átta marka sigur á Fram í úrslitaleik bikarsins á laugardaginn og voru fagnaðarlætin í Laugardalshöll mikil. Theodór var í lykilhlutverki, eins og í undanúrslitunum gegn Haukum á föstudag, og skoraði sjö mörk í leiknum. Fóru Eyjamenn til Heimaeyjar eftir leik þar sem fögnuður hélt áfram fram á nótt.

Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir í samtali við Vísi að karlmaður hafi verið handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna mögulegrar líkamsárásar og gist fangageymslur. Honum var sleppt eftir skýrslutöku á sunnudeginum.

Samkvæmt heimildum Vísis hlaut hornamaðurinn skurð fyrir ofan augað vinstra megin. Ber hann þess merki en hann þurfti að leita aðstoðar læknis til að hlúa að sárununum.

Ekki hefur náðst í Írisi Róbertsdóttur, formann ÍBV, Karl Haraldsson, formann handknattleiksdeildar eða Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV, í morgun þrátt fyrir endurteknar tilraunir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.