Hallgrímur biðst afsökunar eftir að hafa móðgað landsbyggðina með ruddalegri athugasemd Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 09:51 Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt, segir skáldið. visir/valli Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur beðist afsökunar á því að hafa líkt landsbyggðinni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Hallgrímur lét þau orð falla í gær í tilefni frétta af komu flóttamanna til landsins. Ríkisútvarpið hafði sagt frá því 21 íraskur flóttamaður hefði komið til landsins í gær. Um er að ræða fimm fjölskyldur, tvær þeirra setjast að í Súðavík og á Ísafirði á Vestfjörðum og tvær setjast að í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði fyrir austan. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson spurði í kjölfarið á Twitter hvers vegna þetta flóttafólk væri sent út á land. Spurði hann hvort það væri að þeirra ósk eða hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun á Íslandi?Ég ætti sjálfsagt að vita þetta, en spyr hér: Hvers vegna er allt þetta fólk sent út á land? Er það þeirra ósk, mat fagfólks að það sé best eða pólitísk ákvörðun á Íslandi? https://t.co/uddXOTJvHf— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Gísli Marteinn tók fram að honum finnist frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best.Ég tek fram, til að fyrirbyggja misskilning, að mér finnst frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best. Ég sé bara aldrei spurt að þessu.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Hallgrímur sagði í svari við innleggi Gísla Marteins að þessi ákvörðun væri hálf galið. Íslendingar fái fólk frá hamfarasvæði og það sé síðan sent út á landsbyggðina sem Hallgrímur líkti við hamfarasvæði því þar vill enginn búa. „Þetta er brútalt,“ sagði Hallgrímur.þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018 Var þetta gagnrýnt harðlega og benti Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur fengist við móttöku flóttamanna bæði hér á landi og erlendis, að bæði höfuðborg og landsbyggð hafi sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum. Svona í alvöru talað Hallgrímur? Friðsæll staður með fólki sem er reiðubúið að styðja fólk fyrstu skrefin inn í nýtt samfélag er allt annað en sanngjarnt að kalla hamfarasvæði í þessu samhengi. Bæði höfuðborg og landsbyggð hafa sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 27, 2018 Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, vakti athygli á skrifum Hallgríms í Facebook-hópnum Umræður um byggðaþróun, þar sem hann sagðist hreinlega vera kjaftstopp. Þar er Hallgrímur meðal annars gagnrýndur af Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar, sem sagði þetta var frámunalega fordóma hjá Hallgrími og bera vott um mikið þekkingarleysi Hallgrímur segir á Facebook í dag að honum hafi orðið á mistök á Twitter í gær með þessari ruddalegu athugasemd, eins og hann kallar hana sjálfur. „Ég þykist líka vita að góður og opinn hugur tekur á móti komufólkinu um allt land. Og bið ég svo vini mína á landsbyggðinni að fyrirgefa mér þetta rugl, en einkum þó flóttamennina sjálfa, en þeir eru jú mikilvægastir í þessu öllu. Orðið “hamfarasvæði” var mjög taktlaust í þessu sambandi. Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt. Því bið ég, kæru vinir, að þið vegið þessi orð hér gegn hinum,“ segir Hallgrímur. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur beðist afsökunar á því að hafa líkt landsbyggðinni við hamfarasvæði í stríðshrjáðu landi. Hallgrímur lét þau orð falla í gær í tilefni frétta af komu flóttamanna til landsins. Ríkisútvarpið hafði sagt frá því 21 íraskur flóttamaður hefði komið til landsins í gær. Um er að ræða fimm fjölskyldur, tvær þeirra setjast að í Súðavík og á Ísafirði á Vestfjörðum og tvær setjast að í Neskaupstað og ein á Reyðarfirði fyrir austan. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson spurði í kjölfarið á Twitter hvers vegna þetta flóttafólk væri sent út á land. Spurði hann hvort það væri að þeirra ósk eða hvort það væri mat fagfólks að það væri best fyrir þau eða pólitísk ákvörðun á Íslandi?Ég ætti sjálfsagt að vita þetta, en spyr hér: Hvers vegna er allt þetta fólk sent út á land? Er það þeirra ósk, mat fagfólks að það sé best eða pólitísk ákvörðun á Íslandi? https://t.co/uddXOTJvHf— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Gísli Marteinn tók fram að honum finnist frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best.Ég tek fram, til að fyrirbyggja misskilning, að mér finnst frábært ef ósk flóttafólksins er að setjast að í friðsælum bæjum víðsvegar að um landið, eða ef fagfólk telur af einhverri ástæðu að það sé best. Ég sé bara aldrei spurt að þessu.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 27, 2018 Hallgrímur sagði í svari við innleggi Gísla Marteins að þessi ákvörðun væri hálf galið. Íslendingar fái fólk frá hamfarasvæði og það sé síðan sent út á landsbyggðina sem Hallgrímur líkti við hamfarasvæði því þar vill enginn búa. „Þetta er brútalt,“ sagði Hallgrímur.þetta er hálf galið, verður að segjast, við fáum fólk frá hamfarasvæðum, hvert sendum við það? jú, á okkar eigin hamfarasvæði, þar sem enginn Íslendingur vill lengur búa... Þetta er svo brútalt.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) February 27, 2018 Var þetta gagnrýnt harðlega og benti Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur fengist við móttöku flóttamanna bæði hér á landi og erlendis, að bæði höfuðborg og landsbyggð hafi sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum. Svona í alvöru talað Hallgrímur? Friðsæll staður með fólki sem er reiðubúið að styðja fólk fyrstu skrefin inn í nýtt samfélag er allt annað en sanngjarnt að kalla hamfarasvæði í þessu samhengi. Bæði höfuðborg og landsbyggð hafa sína kosti og galla í þessum málum eins og öðrum.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 27, 2018 Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggðastofnunar, vakti athygli á skrifum Hallgríms í Facebook-hópnum Umræður um byggðaþróun, þar sem hann sagðist hreinlega vera kjaftstopp. Þar er Hallgrímur meðal annars gagnrýndur af Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, fyrrverandi þingmanni Samfylkingarinnar, sem sagði þetta var frámunalega fordóma hjá Hallgrími og bera vott um mikið þekkingarleysi Hallgrímur segir á Facebook í dag að honum hafi orðið á mistök á Twitter í gær með þessari ruddalegu athugasemd, eins og hann kallar hana sjálfur. „Ég þykist líka vita að góður og opinn hugur tekur á móti komufólkinu um allt land. Og bið ég svo vini mína á landsbyggðinni að fyrirgefa mér þetta rugl, en einkum þó flóttamennina sjálfa, en þeir eru jú mikilvægastir í þessu öllu. Orðið “hamfarasvæði” var mjög taktlaust í þessu sambandi. Ég vildi að ég gæti tekið þetta komment til baka en það er víst ekki hægt. Því bið ég, kæru vinir, að þið vegið þessi orð hér gegn hinum,“ segir Hallgrímur.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira