Kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Gumma Ben Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 17:00 Gummi Ben mun lýsa leikjum Íslands á HM í knattspyrnu karla í Rússlandi í sumar. Hilmar Björnsson er íþróttastjóri RÚV en Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, er ekki par hrifinn af ráðningu Gumma og segir Hilmar lýsa frati á sína undirmenn með ráðninguna. Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport. Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Hilmar Björnsson, íþróttastjóri RÚV, kannast ekki við óánægju innan íþróttadeildar RÚV með ráðningu Guðmundar Benediktssonar, dagskrárgerðarmanns og lýsanda á Stöð 2 Sport, sem mun lýsa leikjum Íslands á HM í sumar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Vísis. Gummi Ben lýsti leikjum Íslands á EM í Frakklandi 2016 og vakti mikla athygli en RÚV er með sýningarréttinn á HM og var greint frá því fyrr í dag stofnunin hefði ráðið þá Gumma Ben og Eið Smára Guðjohnsen til þess að fjalla um og sinna HM í sumar. Fyrrverandi starfsmaður íþróttadeildarinnar, Adolf Ingi Erlingsson, er ekki par hrifinn og spyr á Facebook-síðu sinni hvort að yfirmaður íþrótta á RÚV gæti hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til. „Hvað er eiginlega í gangi á mínum gamla vinnustað? Gæti yfirmaður íþrótta á RÚV hugsanlega gjaldfellt starfsmenn sína meira eða sýnt þeim meiri lítilsvirðingu en með því að kalla Gumma Ben til að lýsa leikjum Íslands á HM? Það er ekki eins og hann hafi ekki fyllilega hæfa íþróttafréttamenn til verksins. Einn þeirra er yfirburðamaður í lýsingum og annar þar stendur að mínu mati Gumma fyllilega á sporði. Sama hvað mönnum kann að finnast um Gumma Ben heitir þetta að lýsa frati á sína undirmenn,“ segir Adolf Ingi í færslu sinni á Facebook.Gerðu ráð fyrir því að þurfa liðsstyrk umfram fasta starfsmenn Aðspurður hvers vegna sú leið hafi verið að fá Gumma Ben til þess að lýsa leikjum Íslands þar sem á RÚV starfi íþróttafréttamenn sem vel geti lýst leikjunum og hafi jafnvel sóst eftir því segir í svari Hilmars við fyrirspurn Vísis: „Gert var ráð fyrir að þörf yrði fyrir þennan liðstyrk umfram fasta starfsmenn enda dagskrárgerð og þjónusta í kringum HM gríðarlega umfangsmikil. 64 leikir í beinni útsendingu auk umfjöllunar fyrir og eftir alla leik bæði hér heima og í Rússlandi.“ Hilmar kveðst ekki geta svarað því til hver kostnaður RÚV verði við þá Gumma og Eið. Hann segir ráðningarsamninga við þá vera trúnaðarmál en að aðkoma Gumma að verkefninu sé hluti af víðtækara samkomulagi við Vodafone um HM og umfjöllun miðla þess um mótið. „Fjárhagsáætlun verður ekki gefin upp að svo stöddu en verður miðlað síðar. RÚV mun bjóða upp á fjölbreytta umfjöllun af öllu tagi í öllum miðlum RÚV, enda lítur RÚV svo á að hér sé um stórviðburð að ræða sem þorri Íslendinga mun njóta í miðlum RÚV í sumar,“ segir jafnframt í svari Hilmars.Vísir er í eigu Fjarskipta hf. sem einnig eiga Stöð 2 Sport.
Fjölmiðlar HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15 Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Gummi Ben ætlar að komast að því hvernig maður verður heimsmeistari Ætlar ásamt Garðari Erni út í hinn stóra heim að ræða við íslenska landsliðsmenn, þjálfara og fyrrverandi heimsmeistara. 10. janúar 2018 09:15
Alveg gleymst að ræða við Gumma Ben sjálfan um hugsanlegar lýsingar Málum blandið hvort íþróttafréttamaðurinn verði lánaður til að lýsa leikjum Íslands á HM. 4. janúar 2018 13:46