Febrúarspá Siggu Kling - Hrúturinn: Þessi húmor kemur þér nefnilega út úr svartnættinu 2. febrúar 2018 09:00 Elsku hjartans Hrúturinn minn, þú ert svo miklu sterkari persóna en þú getur ímyndað þér og allir í kringum þig sjá þig sem svo sjálfsöruggan og kraftmikinn, en í hjarta þínu er mikil feimni en þú passar svo vel að enginn sjái þitt innra eðli. Stundum er erfiðast að vera sterkastur og hafa ekki í sér að biðja aðra um ráð eða dómgreind vegna þess að allir halda að þú sért svo sterkur. Styrkleiki þinn felst svo miklu meira en þú heldur í því að vera einlægur og leyfa barninu í þér blómstra. Þú ert fyrirmynd svo margra og heldur fólki oft á floti í kringum þig með uppörvandi orðum og heillandi framkomu, en núna undanfarið hefurðu dottið inn í svartholið og þú gerir þér fulla grein fyrir því og veist alveg hvað þú þarft að gera til að koma þér út úr því. Ég elska hvað þú ert drepfyndinn og ég myndi segja að fyndnasta merkið væri akkúrat falið í þér. Þessi húmor kemur þér nefnilega út úr svartnættinu og þegar líður á febrúar er eins og þú fáir kraft vorsins og finnist allt svo spennandi og auðvelt. Miklar breytingar eru þó að mæta þér, þó aðallega í líðan og að þú sjáir að þú hefur fullkomna stjórn á aðstæðum og í þeirri orku líður þér best. Í þér býr orðasnilld. Þá er ég ekki að segja að þú þurfir að vera fullkominn í íslensku, heldur dregurðu alla með þér um leið og þú sérð að þú ert frábær ræðumaður og hefur svo sterka og áhrifaríka rödd, burtséð frá tungumáli. Það eru spennandi tímar fram undan en þú ert að missa þolinmæðina á því að það gerist eitthvað sem er nógu spennandi, því að þú vinnur best undir spennu og þegar brjálað er að gera. Þessi tími er að koma, svo þú skalt svolítið njóta þín núna, því það er ekkert svo mikið að gerast – það er líka dásamlegt, því þá nær maður núllpunktinum. Á þessum tíma safnarðu ótrúlegum krafti til að spyrna við fótum og standa fast á þínu. Ef þú ert á lausu þá býr í þér mikill veiðimaður, en mundu það að veiðimaðurinn vill oft veiða og sleppa, það mun ekki henta þér elskan mín, það er innantómt hjakk sem gefur þér ekkert. Þið sem eruð í sterkum samböndum hafið valið ykkur manneskju sem gefur ykkur öryggi og jarðtengir ykkur eins og sterkt tré. Þegar þú ert kominn á þann stað að finna öryggi í ástinni skaltu halda þig við þann stað því þá blómstrarðu miklu betur. Þú þarft að umvefja tilfinningarnar, bæði jákvæðar og neikvæðar og muna að þú ert fullkominn. – Perfect (Ed Sheeran) Kossar og knús – þín Sigga KlingFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Elsku hjartans Hrúturinn minn, þú ert svo miklu sterkari persóna en þú getur ímyndað þér og allir í kringum þig sjá þig sem svo sjálfsöruggan og kraftmikinn, en í hjarta þínu er mikil feimni en þú passar svo vel að enginn sjái þitt innra eðli. Stundum er erfiðast að vera sterkastur og hafa ekki í sér að biðja aðra um ráð eða dómgreind vegna þess að allir halda að þú sért svo sterkur. Styrkleiki þinn felst svo miklu meira en þú heldur í því að vera einlægur og leyfa barninu í þér blómstra. Þú ert fyrirmynd svo margra og heldur fólki oft á floti í kringum þig með uppörvandi orðum og heillandi framkomu, en núna undanfarið hefurðu dottið inn í svartholið og þú gerir þér fulla grein fyrir því og veist alveg hvað þú þarft að gera til að koma þér út úr því. Ég elska hvað þú ert drepfyndinn og ég myndi segja að fyndnasta merkið væri akkúrat falið í þér. Þessi húmor kemur þér nefnilega út úr svartnættinu og þegar líður á febrúar er eins og þú fáir kraft vorsins og finnist allt svo spennandi og auðvelt. Miklar breytingar eru þó að mæta þér, þó aðallega í líðan og að þú sjáir að þú hefur fullkomna stjórn á aðstæðum og í þeirri orku líður þér best. Í þér býr orðasnilld. Þá er ég ekki að segja að þú þurfir að vera fullkominn í íslensku, heldur dregurðu alla með þér um leið og þú sérð að þú ert frábær ræðumaður og hefur svo sterka og áhrifaríka rödd, burtséð frá tungumáli. Það eru spennandi tímar fram undan en þú ert að missa þolinmæðina á því að það gerist eitthvað sem er nógu spennandi, því að þú vinnur best undir spennu og þegar brjálað er að gera. Þessi tími er að koma, svo þú skalt svolítið njóta þín núna, því það er ekkert svo mikið að gerast – það er líka dásamlegt, því þá nær maður núllpunktinum. Á þessum tíma safnarðu ótrúlegum krafti til að spyrna við fótum og standa fast á þínu. Ef þú ert á lausu þá býr í þér mikill veiðimaður, en mundu það að veiðimaðurinn vill oft veiða og sleppa, það mun ekki henta þér elskan mín, það er innantómt hjakk sem gefur þér ekkert. Þið sem eruð í sterkum samböndum hafið valið ykkur manneskju sem gefur ykkur öryggi og jarðtengir ykkur eins og sterkt tré. Þegar þú ert kominn á þann stað að finna öryggi í ástinni skaltu halda þig við þann stað því þá blómstrarðu miklu betur. Þú þarft að umvefja tilfinningarnar, bæði jákvæðar og neikvæðar og muna að þú ert fullkominn. – Perfect (Ed Sheeran) Kossar og knús – þín Sigga KlingFrægir Hrútar: Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona, Silvía Lovetank listamaður, Marta María Jónasdóttir á Smartlandi, Björgvin Halldórsson söngvari, Kári Stefánsson vísindamaður, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Hugh Hefner, Birgitta Jónsdóttir pírati, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Ólöf Erla, grafískur hönnunarsnillingur, Elton John söngvari, Salka Sól súperdrottning, Þóra í Atlanta, Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, Berglind Pétursdóttir, Steinunn Jónsdóttir, söngkona AmabAdamA, Þórhallur Þórhallsson uppistandari, Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365 miðla, Alda í Handy pandy, naglalistakona, Vala Grand, Hjálmar Forni listamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, Elín Björnsdóttir, fyrirlesari og kraftaverkakona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira