Febrúarspá Siggu Kling - Ljónið: Mjög mikilvægt fyrir þig að hlusta ekki á fréttir 2. febrúar 2018 09:00 Elsku Ljónið mitt þú ert náttúrulega margslungnasta merkið og það er aldrei auðvelt fyrir mig að gera spána þína. Þú þolir ekki stöðnun og þreytist á að vera í hefðbundnu starfi og finnst oft þú finnir ekki hamingjuna svo þér finnst þú þurfir að leita lengra og lengra. Orkunni þinni fylgir mikil gjafmildi og þig þyrstir í að breyta heiminum. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að hlusta ekki á fréttir, að tengja þig alls ekki við að hlusta á hörmungar því þú missir kraftinn og andlegu orkuna þína niður og hreinlega getur brostið í grát hvort sem þú ert ljón eða ljónynja. Temdu þér hæfileikann sem þú í raun og veru hefur til að lifa einn dag í einu eða bara einn klukkutíma, því það er í raun allt sem þú hefur og þegar þú litar þennan klukkutíma með dásamlegri ljónsástríðu þinni þá skilur þú eftir ástríðu og ljóma sem bæði þú og aðrir geta notið og það er ekkert til nema þetta augnablik núna sem þú getur andað að þér. Á þínum yngri árum neitaðirðu oft algjörlega að lifa skynsamlegu lífi og lentir í alls konar vitleysu sem þú getur sagt endalausar sögur af. Ég er ekki að segja þér, hjartað mitt, að þú þurfir að vera „fullorðinn“, heldur þarftu að skoða það hvernig ævisögu þú vilt hafa. Slakaðu aðeins meira á þá nærðu markmiðum þínum fyrr en þú heldur og að lifa til fulls þýðir ekki að hafa allt svo brjálæðislegt í kringum mann því það getur endað í andlegu hruni. Það eru mjög margir að breyta lífi sínu og mikill kraftur sem fylgir nýjum ákvörðunum frá þér og það er eins og þú sjáir lífið í nýrri vídd og takir meira mark á annarra manna dómgreind því að þú getur verið svo þrjósk manneskja og bitið í þig vitleysurnar, en um leið og þú sleppir takinu á þínum skoðunum og þjálfar huga þinn í að hlusta og finnur þér fyrirmyndir sem skapa nýja leið þá stoppar þig ekkert. Þú ert sterkasta merkið og þú þarft ekki að vera súper duglegur til að ná ótrúlegum útkomum á lífsferli þínum. Þú ert að taka margar ákvarðanir núna og með þeim heldur velgengnin í höndina á þér, líkt og ástin heldur líka í höndina á þér, en þar þarf trygglyndi því annars springur allt í loft upp. Setningin til þín er: Fjölskyldan ert þú: Ég skal mála allan heiminn elsku mamma – (Söngfuglarnir) Kossar og knús – þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Elsku Ljónið mitt þú ert náttúrulega margslungnasta merkið og það er aldrei auðvelt fyrir mig að gera spána þína. Þú þolir ekki stöðnun og þreytist á að vera í hefðbundnu starfi og finnst oft þú finnir ekki hamingjuna svo þér finnst þú þurfir að leita lengra og lengra. Orkunni þinni fylgir mikil gjafmildi og þig þyrstir í að breyta heiminum. Það er mjög mikilvægt fyrir þig að hlusta ekki á fréttir, að tengja þig alls ekki við að hlusta á hörmungar því þú missir kraftinn og andlegu orkuna þína niður og hreinlega getur brostið í grát hvort sem þú ert ljón eða ljónynja. Temdu þér hæfileikann sem þú í raun og veru hefur til að lifa einn dag í einu eða bara einn klukkutíma, því það er í raun allt sem þú hefur og þegar þú litar þennan klukkutíma með dásamlegri ljónsástríðu þinni þá skilur þú eftir ástríðu og ljóma sem bæði þú og aðrir geta notið og það er ekkert til nema þetta augnablik núna sem þú getur andað að þér. Á þínum yngri árum neitaðirðu oft algjörlega að lifa skynsamlegu lífi og lentir í alls konar vitleysu sem þú getur sagt endalausar sögur af. Ég er ekki að segja þér, hjartað mitt, að þú þurfir að vera „fullorðinn“, heldur þarftu að skoða það hvernig ævisögu þú vilt hafa. Slakaðu aðeins meira á þá nærðu markmiðum þínum fyrr en þú heldur og að lifa til fulls þýðir ekki að hafa allt svo brjálæðislegt í kringum mann því það getur endað í andlegu hruni. Það eru mjög margir að breyta lífi sínu og mikill kraftur sem fylgir nýjum ákvörðunum frá þér og það er eins og þú sjáir lífið í nýrri vídd og takir meira mark á annarra manna dómgreind því að þú getur verið svo þrjósk manneskja og bitið í þig vitleysurnar, en um leið og þú sleppir takinu á þínum skoðunum og þjálfar huga þinn í að hlusta og finnur þér fyrirmyndir sem skapa nýja leið þá stoppar þig ekkert. Þú ert sterkasta merkið og þú þarft ekki að vera súper duglegur til að ná ótrúlegum útkomum á lífsferli þínum. Þú ert að taka margar ákvarðanir núna og með þeim heldur velgengnin í höndina á þér, líkt og ástin heldur líka í höndina á þér, en þar þarf trygglyndi því annars springur allt í loft upp. Setningin til þín er: Fjölskyldan ert þú: Ég skal mála allan heiminn elsku mamma – (Söngfuglarnir) Kossar og knús – þín Sigga KlingFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira