Sport

Íslenskt gull í skylmingum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Freyja (t.v.) í úrslitaviðureigninni við Giedré (t.h.)
Freyja (t.v.) í úrslitaviðureigninni við Giedré (t.h.) mynd/sportmyndir.is
Íslendingar hrepptu gullverðlaun í bæði karla og kvennaflokki í skylmingum á Reykjavíkurleikunum í dag.

Freyja Sif Stefnisdóttir sigraði úrslitaviðureignina í kvennaflokki. Þar mætti hún Giedré Razguté frá Litháen og vann 15-7.

Í karlaflokki mætti Andri Nikolaysson Mateev Þjóðverjanum Magnus De Witt. Andri hafði betur 15-5, en Íslendingaslagur var í undanúrslitunum þegar Andri sigraði Kjartan Óla Ágústsson.

De Witt mætti einnig Íslendingi í undanúrslitunum, hann sigraði þar Daníel Magnússon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×