Fjölgun meiri í sveitarfélögum sem eru í nágrenni Reykjavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fasteignaverð er hátt á mörgum svæðum í Reykjavík. Íbúar virðast því fremur kjósa sér aðra búsetu en í borginni. Fréttablaðið/Valli Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira