Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 21:12 Unnur Jökulsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Áslaug Jónsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2017. Vísir/Anton Brink Þær Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Elín, ýmislegt. Þá hlaut Áslaug Jónsdóttir verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, ásamt Rakel Helmsdal og Kalle Güettler, fyrir bókina Skrímsli í vanda. Unnur Jökulsdóttir bar svo sigur úr býtum í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir bókina Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk.Þetta er í 29. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru haldin en það hefur aðeins einu sinni gerst áður að konur hljóti verðlaunin í öllum flokkum, eða árið 1994. Þá vekur athygli að Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og móðir Kristínar Eiríksdóttir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir bók sína Hvar sem ég verð. Þær mæðgur eru því handhafar sömu verðlauna. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunaverkin voru valin af fjögurra manna lokadómnefnd en í desember á síðasta ári voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé, Sigurjón Kjartansson og Gísli Sigurðsson, sem gegndi stöðu formanns nefndarinnar.Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn:Fræðirit og bækur almenns efnis:Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórarMálarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna Steinunn Kristjánsdóttir Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldirÚtgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóriLíftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010Útgefandi: Skrudda Unnur Þóra JökulsdóttirUndur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólkÚtgefandi: Mál og menning Vilhelm VilhelmssonSjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öldÚtgefandi: SögufélagDómnefnd skipuðu:Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.Barna- og ungmennabækur:Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle GüettlerSkrímsli í vandaÚtgefandi: Mál og menning Elísa JóhannsdóttirEr ekki allt í lagi með þig?Útgefandi: Vaka-Helgafell Hjörleifur Hjartarson og Rán FlygenringFuglarÚtgefandi: Angústúra Kristín Helga GunnarsdóttirVertu ósýnilegur: Flóttasaga IshmaelsÚtgefandi: Mál og menning Ævar Þór BenediktssonÞitt eigið ævintýriÚtgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.Fagurbókmenntir: Bergþóra SnæbjörnsdóttirFlórídaÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Jón Kalman StefánssonSaga ÁstuÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Kristín EiríksdóttirElín, ýmislegtÚtgefandi: JPV útgáfa Kristín ÓmarsdóttirKóngulær í sýningargluggumÚtgefandi: JPV útgáfa Ragnar Helgi ÓlafssonHandbók um minni og gleymskuÚtgefandi: BjarturDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þær Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Elín, ýmislegt. Þá hlaut Áslaug Jónsdóttir verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, ásamt Rakel Helmsdal og Kalle Güettler, fyrir bókina Skrímsli í vanda. Unnur Jökulsdóttir bar svo sigur úr býtum í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir bókina Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk.Þetta er í 29. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru haldin en það hefur aðeins einu sinni gerst áður að konur hljóti verðlaunin í öllum flokkum, eða árið 1994. Þá vekur athygli að Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og móðir Kristínar Eiríksdóttir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir bók sína Hvar sem ég verð. Þær mæðgur eru því handhafar sömu verðlauna. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunaverkin voru valin af fjögurra manna lokadómnefnd en í desember á síðasta ári voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé, Sigurjón Kjartansson og Gísli Sigurðsson, sem gegndi stöðu formanns nefndarinnar.Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn:Fræðirit og bækur almenns efnis:Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórarMálarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna Steinunn Kristjánsdóttir Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldirÚtgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóriLíftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010Útgefandi: Skrudda Unnur Þóra JökulsdóttirUndur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólkÚtgefandi: Mál og menning Vilhelm VilhelmssonSjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öldÚtgefandi: SögufélagDómnefnd skipuðu:Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.Barna- og ungmennabækur:Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle GüettlerSkrímsli í vandaÚtgefandi: Mál og menning Elísa JóhannsdóttirEr ekki allt í lagi með þig?Útgefandi: Vaka-Helgafell Hjörleifur Hjartarson og Rán FlygenringFuglarÚtgefandi: Angústúra Kristín Helga GunnarsdóttirVertu ósýnilegur: Flóttasaga IshmaelsÚtgefandi: Mál og menning Ævar Þór BenediktssonÞitt eigið ævintýriÚtgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.Fagurbókmenntir: Bergþóra SnæbjörnsdóttirFlórídaÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Jón Kalman StefánssonSaga ÁstuÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Kristín EiríksdóttirElín, ýmislegtÚtgefandi: JPV útgáfa Kristín ÓmarsdóttirKóngulær í sýningargluggumÚtgefandi: JPV útgáfa Ragnar Helgi ÓlafssonHandbók um minni og gleymskuÚtgefandi: BjarturDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30