Lífið

Við eigum bara þessa einu jörð

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ólöf Birna og Rannveig Edda vilja vekja fólk til umhugsunar um loftslags- og umhverfismál og hafa skrifað niður stefnuskrá.
Ólöf Birna og Rannveig Edda vilja vekja fólk til umhugsunar um loftslags- og umhverfismál og hafa skrifað niður stefnuskrá. Vísir/Anton Brink
Rannveig Edda Aspelund og Ólöf Birna Ólafsdóttir eru hugsjónakonur sem vilja vernda umhverfið. Báðar eru á tíunda ári og búa hlið við hlið í Garðabæ.En hvernig birtist mengun jarðarinnar þeim?Rannveig Edda: Þegar við erum á leiðinni heim úr skólanum sjáum við oft rusl og það finnst okkur ömurlegt.Ólöf Birna: Við eigum nefnilega bara þessa einu jörð og ef hún skemmist hvað gerist þá? Hvert förum við?Rannveig Edda: Við viljum minnka plastnotkun. Til dæmis reynum við að nota ekki mikið af plastpokum undir skólanestið.Ólöf Birna: Og ef við notum plastpoka, þá nýtum við þá aftur.Rannveig Edda: Svo viljum við minnka bensín- og dísilnotkun.Ólöf Birna: Það eru svo margir á okkar aldri sem vilja fá far í skólann og láta keyra sig hvert sem er.Rannveig Edda: Við viljum fá fólk til að ganga í skólann, við erum með fætur, hvað eigum að gera við þá?Ólöf Birna: Rafmagnsbílar menga minna en bensín- og dísilbílar.Rannveig Edda: Svo ætti fólk að planta fleiri trjám því bílar dæla frá sér eiturefni en trén taka efnið að sér og búa til úr því súrefni, svo við getum andað.Hvað geta venjulegar fjölskyldur gert dagsdaglega til að minnka mengun?Rannveig Edda: Ekki fá sér meira á diskinn en maður borðar til að sóa ekki mat.Ólöf Birna: Og klára það sem búið er að kaupa í matinn áður en það rennur út á tíma svo það þurfi ekki að henda neinu.Rannveig Edda: Fólk ætti að kaupa minna og nota það sem það á, meðal annars föt.Ólöf Birna: Að ferðast skynsamlega er eitt. Sumt fólk fer svo oft til útlanda og flugvélarnar menga mikið við að flytja það milli landa.Rannveig Edda: Það er sniðugra að velja vel ferðirnar og fara færri og betri ferðir. Til dæmis með alla fjölskylduna.Funduð þið upp á þessum pælingum sjálfar?Ólöf Birna: Já, aðallega. Wall-E myndin hafði líka áhrif á okkur.Rannveig Edda: Við byrjuðum samt að hugsa um þetta áður en við sáum hana.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.