Innlent

Niðurstaða í kjötþjófnaðarmáli um mánaðamótin

Baldur Guðmundsson skrifar
Mennirnir stálu aðallega nautakjöti. Fréttablaðið/Stefán
Mennirnir stálu aðallega nautakjöti. Fréttablaðið/Stefán
Búast má við því að ákvörðun um ákæru í umfangsmiklu kjötþjófnaðarmáli, sem upp kom á Keflavíkurflugvelli í haust, verði tekin fyrir eða um mánaðamótin.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum telst málið upplýst og rannsókn að ljúka. Fram hefur komið að um hálfu tonni af kjöti hafi verið stolið.

Ekki mun vera hægt að greina frá endanlegum tölum um umfang málsins á þessu stigi. Tveir starfsmenn flugþjónustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli játuðu við yfirheyrslur í október stórfelldan þjófnað á kjöti úr frystigeymslu á vellinum. Í frystikistum vitorðsmanns þeirra fundust 168 kíló af nautakjöti. Mennirnir höfðu einnig stolið sígarettum af fyrirtækinu í fjögur til fimm ár.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.