Brutust tvisvar inn í sama skóla og reyndu við þann þriðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2018 11:15 Salaskóli í Kópavogi. Kópavogur Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira