Nýársspá Siggu Kling - Fiskurinn: Steinhættu að reyna að þóknast öðrum 5. janúar 2018 09:00 Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf svo nýmóðins en hangir kannski tiltölulega mikið í símanum og getur fest þig í tilgangslausum leikjum í tölvunni þinni. En þú ert fullur af rómantískum hugmyndum og botnar ekkert í því ef fólk skilur ekki hvað þú ert að segja, þá verðurðu sár. Þú hefur eins miklar tilfinningar eins og veðrið á Íslandi og veist í rauninni aldrei í hvernig skapi þú ert í þegar þú vaknar. Þú reynir of mikið að vera blíður og tillitssamur og það pirrar þína innri orku því að þú hefur yfirleitt réttu svörin en vilt láta öðrum líða vel. Svo verður þú svekktur þegar vinir þínir skilja ekki alveg að þú ert að reyna af eintómri ást. Þú getur misst orkuna þína niður í leiða og ólund svo steinhættu að reyna að þóknast öðrum og segðu bara skýrt með fallegum tón í röddinni hvað þú vilt í raun og veru. Það er afskaplega algengt að Fiskurinn fái mjög fallega rödd og röddin er söngur sálarinnar. Svo ef þú raðar saman fallegum orðum og tjáir þig af einlægni þá gengur allt eins og í sögu. Þegar þér líður illa verðurðu eins og strúturinn og vilt stinga höfðinu í sandinn, en það mun engu breyta. Þú munt byrja þetta dásamlega ár 2018 með því að ákveða annaðhvort að fara í ferðalag eða taka frí, að finna sjálfan þig eða hvað svo sem hentar þér. Þetta er rosalega góð byrjun á árinu svo láttu það ekki stoppa þig hvað aðrir eru að gera. Það ert þú sem þarft að nærast og skilja svolítið við árið 2017 þótt það hafi alls ekki verið slæmt en þó á köflum mjög erfitt. Á þessu ári lendir þú á dásamlegri tölu samkvæmt indverskri talnaspeki, þú dvelur á tölunni fimm sem gefur þér óvenjuleg tækifæri og nýjar upplifanir af lífinu. Það skiptir svo miklu máli að þú setjir orðið hugrekki á markmiðalistann þinn því það mun breyta öllu. Segðu „já“ við einhverju sem þér dettur alls ekki í hug að sért þú eða einhverju sem þig langar alls ekki að gera. Láttu þig vaða út í sérkennilega hluti og leyfðu forvitninni að brjótast út. Þú hefur í eðli þínu að vilja skipuleggja lífið og tímasetja hlutina. En þú þarft að láta af þessu að mestu leyti því þá muntu finna að stressið hverfur. Það er svo sérkennilegt, eins og þú hefur dásamlega nærveru, að innst inni ertu líklega stressaðasta merkið. Ég vil að þú lærir að henda út orðinu „stress“ og setja ný orð í staðinn sem eru: „Ég er spenntur.“ Það er svo magnað hvað orðin geta breytt lífi manns og svo er líka sérkennilegt að ef þú breytir vitund þinni þá gefur það þér líka meiri möguleika í lífinu. Um þessi mál eru haldin námskeið um víða veröld og auðvitað finnst þér þetta kannski asnalegt og hugsar: „Um hvað er Sigga núna að þvaðra?“ En ég segi þér að prófa þetta ef þú hefur áhuga á að stækka karakter þinn. Þetta er ár óvæntra atburða og sú orka byrjar strax í lok janúar. Það er margt að fara til fortíðar og að sjálfsögðu muntu finna fyrir söknuði yfir því sem var. En svo muntu finna til óstjórnlegrar gleði yfir því sem mun mæta þér á þessu ári og þú munt hugsa: „VÁ! Ég bjóst ekki við ég myndi gera neitt álíka.“ Eitt er alveg á hreinu: Þú verður aldrei meðalmanneskja. Þú getur dottið í depurð og það er bara eðlilegt en þú ert alltaf sterkur og ef þú skoðar líf þitt er ég viss um að enginn hefði getað fetað í þín fótspor. Í ástinni þarftu að velja öryggi því allt „fling“ sem tengist kynlífi og lægri hvötum, eitthvað sem þú hugsar að eigi að vera stutt og skemmtilegt, hæfir þér ekki elskan mín. Þú vilt byggja á trausti og elska af lífsins sálar kröftum því það ert þú. Taktu ástina fram yfir allt.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari. Setningin þín er: Þú ert að byrja Betra líf – Stuðmenn senda þér þetta lag. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Elsku Fiskurinn minn, þú ert alltaf svo nýmóðins en hangir kannski tiltölulega mikið í símanum og getur fest þig í tilgangslausum leikjum í tölvunni þinni. En þú ert fullur af rómantískum hugmyndum og botnar ekkert í því ef fólk skilur ekki hvað þú ert að segja, þá verðurðu sár. Þú hefur eins miklar tilfinningar eins og veðrið á Íslandi og veist í rauninni aldrei í hvernig skapi þú ert í þegar þú vaknar. Þú reynir of mikið að vera blíður og tillitssamur og það pirrar þína innri orku því að þú hefur yfirleitt réttu svörin en vilt láta öðrum líða vel. Svo verður þú svekktur þegar vinir þínir skilja ekki alveg að þú ert að reyna af eintómri ást. Þú getur misst orkuna þína niður í leiða og ólund svo steinhættu að reyna að þóknast öðrum og segðu bara skýrt með fallegum tón í röddinni hvað þú vilt í raun og veru. Það er afskaplega algengt að Fiskurinn fái mjög fallega rödd og röddin er söngur sálarinnar. Svo ef þú raðar saman fallegum orðum og tjáir þig af einlægni þá gengur allt eins og í sögu. Þegar þér líður illa verðurðu eins og strúturinn og vilt stinga höfðinu í sandinn, en það mun engu breyta. Þú munt byrja þetta dásamlega ár 2018 með því að ákveða annaðhvort að fara í ferðalag eða taka frí, að finna sjálfan þig eða hvað svo sem hentar þér. Þetta er rosalega góð byrjun á árinu svo láttu það ekki stoppa þig hvað aðrir eru að gera. Það ert þú sem þarft að nærast og skilja svolítið við árið 2017 þótt það hafi alls ekki verið slæmt en þó á köflum mjög erfitt. Á þessu ári lendir þú á dásamlegri tölu samkvæmt indverskri talnaspeki, þú dvelur á tölunni fimm sem gefur þér óvenjuleg tækifæri og nýjar upplifanir af lífinu. Það skiptir svo miklu máli að þú setjir orðið hugrekki á markmiðalistann þinn því það mun breyta öllu. Segðu „já“ við einhverju sem þér dettur alls ekki í hug að sért þú eða einhverju sem þig langar alls ekki að gera. Láttu þig vaða út í sérkennilega hluti og leyfðu forvitninni að brjótast út. Þú hefur í eðli þínu að vilja skipuleggja lífið og tímasetja hlutina. En þú þarft að láta af þessu að mestu leyti því þá muntu finna að stressið hverfur. Það er svo sérkennilegt, eins og þú hefur dásamlega nærveru, að innst inni ertu líklega stressaðasta merkið. Ég vil að þú lærir að henda út orðinu „stress“ og setja ný orð í staðinn sem eru: „Ég er spenntur.“ Það er svo magnað hvað orðin geta breytt lífi manns og svo er líka sérkennilegt að ef þú breytir vitund þinni þá gefur það þér líka meiri möguleika í lífinu. Um þessi mál eru haldin námskeið um víða veröld og auðvitað finnst þér þetta kannski asnalegt og hugsar: „Um hvað er Sigga núna að þvaðra?“ En ég segi þér að prófa þetta ef þú hefur áhuga á að stækka karakter þinn. Þetta er ár óvæntra atburða og sú orka byrjar strax í lok janúar. Það er margt að fara til fortíðar og að sjálfsögðu muntu finna fyrir söknuði yfir því sem var. En svo muntu finna til óstjórnlegrar gleði yfir því sem mun mæta þér á þessu ári og þú munt hugsa: „VÁ! Ég bjóst ekki við ég myndi gera neitt álíka.“ Eitt er alveg á hreinu: Þú verður aldrei meðalmanneskja. Þú getur dottið í depurð og það er bara eðlilegt en þú ert alltaf sterkur og ef þú skoðar líf þitt er ég viss um að enginn hefði getað fetað í þín fótspor. Í ástinni þarftu að velja öryggi því allt „fling“ sem tengist kynlífi og lægri hvötum, eitthvað sem þú hugsar að eigi að vera stutt og skemmtilegt, hæfir þér ekki elskan mín. Þú vilt byggja á trausti og elska af lífsins sálar kröftum því það ert þú. Taktu ástina fram yfir allt.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari. Setningin þín er: Þú ert að byrja Betra líf – Stuðmenn senda þér þetta lag.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira