Nýársspá Siggu Kling - Krabbinn: Árið sem sýnir úr hvaða efni þú ert gerður 5. janúar 2018 09:00 Elsku Krabbinn minn, náttúrulega ertu svo dásamlega skemmtilegur og athyglisverður og það verður mikið að gerast á næsta ári og það sem hefur verið að ganga vel á síðustu mánuðum mun hreinlega halda áfram næstu árin. En það sem hefur verið erfitt og sett strik í reikninginn þinn gæti fært þér viss endalok, ekki vera hræddur við orðið endalok því það er svipað og tólfti mánuður ársins, desember, því að hann er endinn á árinu. Þá horfir maður til baka og fer yfir síðasta ár og það sem hefur ekki blessast á þessum tíma þarftu bara að skilja eftir til að gefa meira rúm fyrir það sem gengur vel. Ef þér finnst að síðasta ár hafi gengið illa á einhverja vegu og þú sért að bíða eftir að eitthvað reddist í því sambandi þá þarftu að sleppa því núna og loka. Þetta verður árið sem sýnir úr hvaða efni þú ert gerður, sumarið sérstaklega gefur þér það sem ég er að segja núna, og fram að þeim tíma eru hlutirnir á miklum hraða og kannski of miklum. Ertu virkilega að gera það sem þú vilt, eða ertu að hanga í tré sem er kannski hrísla? Magnaður tími mætir þér þegar sumarið byrjar og þú sérð hvað ég á við þegar haustið heilsar þér, þú átt eftir að vera sáttur og þakklátur þegar endirinn á árinu er að koma því þú sérð að þetta gat ekki farið nema á þennan eina rétta veg. Það er ekki nýtt að mikil tilfinningasemi fylgi þér og það er það sem gerir þig að þeirri manneskju sem maður vill svo sannarlega hafa nálægt sér. Á þessu ári fyllistu endalausri orku og eldmóði á köflum en svo færist yfir þig værð og jafnvel pínulítil leti sem akkúrat mun hjálpa þér á þessu ári – þú ert bara mannlegur og þarft að hvíla þig eins og aðrir. Þú hefur það í eðli þínu að gera allt fyrir þá sem þú þekkir hvort sem þeir vilja það eða ekki. Farðu nú að taka til í vináttuhringnum þínum og eins og Edda Björgvins, okkar dásamlega leikkona, sagði svo snilldarlega: „Þegar fíflunum fer að fjölga í kringum mig þarf ég að athuga hvað ég þarf sjálf að laga,“ en á sama tíma henda öðru sem ekki verður lagað. Þú gerir allt of miklar kröfur til þín og þó þú faðmir alla og gefir allt sem þú getur og virkir svo sterkur og ósnertanlegur þá ertu bara með lítið hjarta sem grætur á rauðu ljósi. Þegar þú keyrir um í bíl ertu með sjálfinu sem er sálin þín og þá er rétti tíminn að tala út um hlutina upphátt. Við erum alltaf tvær orkur, önnur dregur þig niður: „Þetta gengur ekki, allt er ómögulegt,“ meðan hin segir: „Þetta er allt í lagi, þetta gengur fínt og þú ert svo sterkur.“ Að sjálfsögðu þarftu kannski ekki að vera í bíl til að tala við sjálfið en þú þarft samt þinn prívat stað til að tala við sjálfan þig og standa með bjartsýnisorkunni sem býr í þér, því svartsýni og neikvæðni eru sterkari en jákvæðni og þú þarft að byggja þig upp núna. Farðu að elska þig alveg eins og þú ert og hættu að spá í hvort þú sért lítill, feitur eða mjór, brúnn eða hvítur því þú hefur svo mikinn mátt. Svo slepptu að nota það afl til að rífa þig niður, heldur hrósaðu þér eins og þú hrósar besta vini þínum án þess að hika. Ef þú ert ekki þinn besti vinur mun ekkert ganga upp; ég segi svo oft: „Ég elska þig, Sigga, mikið ertu nú ógeðslega skemmtileg.“ Þú getur skilið við alla aðra en sjálfan þig svo dásamaðu það sem þú hefur fengið í gjöf frá alheiminum og hugsaðu ekki um hitt! Þegar líða tekur á árið 2018 ertu búinn að ganga frá öllu sem þú hafðir móral yfir að ganga ekki frá og þú munt skynja að það skiptir ekki máli að sjá ekki allar heimsins borgir eða eiga alla heimsins hluti, heldur mun þetta ár sýna þér að þú getur mótað þinn karakter og breytt honum að vild því þinn er mátturinn, svo notaðu hann vel.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, náttúrulega ertu svo dásamlega skemmtilegur og athyglisverður og það verður mikið að gerast á næsta ári og það sem hefur verið að ganga vel á síðustu mánuðum mun hreinlega halda áfram næstu árin. En það sem hefur verið erfitt og sett strik í reikninginn þinn gæti fært þér viss endalok, ekki vera hræddur við orðið endalok því það er svipað og tólfti mánuður ársins, desember, því að hann er endinn á árinu. Þá horfir maður til baka og fer yfir síðasta ár og það sem hefur ekki blessast á þessum tíma þarftu bara að skilja eftir til að gefa meira rúm fyrir það sem gengur vel. Ef þér finnst að síðasta ár hafi gengið illa á einhverja vegu og þú sért að bíða eftir að eitthvað reddist í því sambandi þá þarftu að sleppa því núna og loka. Þetta verður árið sem sýnir úr hvaða efni þú ert gerður, sumarið sérstaklega gefur þér það sem ég er að segja núna, og fram að þeim tíma eru hlutirnir á miklum hraða og kannski of miklum. Ertu virkilega að gera það sem þú vilt, eða ertu að hanga í tré sem er kannski hrísla? Magnaður tími mætir þér þegar sumarið byrjar og þú sérð hvað ég á við þegar haustið heilsar þér, þú átt eftir að vera sáttur og þakklátur þegar endirinn á árinu er að koma því þú sérð að þetta gat ekki farið nema á þennan eina rétta veg. Það er ekki nýtt að mikil tilfinningasemi fylgi þér og það er það sem gerir þig að þeirri manneskju sem maður vill svo sannarlega hafa nálægt sér. Á þessu ári fyllistu endalausri orku og eldmóði á köflum en svo færist yfir þig værð og jafnvel pínulítil leti sem akkúrat mun hjálpa þér á þessu ári – þú ert bara mannlegur og þarft að hvíla þig eins og aðrir. Þú hefur það í eðli þínu að gera allt fyrir þá sem þú þekkir hvort sem þeir vilja það eða ekki. Farðu nú að taka til í vináttuhringnum þínum og eins og Edda Björgvins, okkar dásamlega leikkona, sagði svo snilldarlega: „Þegar fíflunum fer að fjölga í kringum mig þarf ég að athuga hvað ég þarf sjálf að laga,“ en á sama tíma henda öðru sem ekki verður lagað. Þú gerir allt of miklar kröfur til þín og þó þú faðmir alla og gefir allt sem þú getur og virkir svo sterkur og ósnertanlegur þá ertu bara með lítið hjarta sem grætur á rauðu ljósi. Þegar þú keyrir um í bíl ertu með sjálfinu sem er sálin þín og þá er rétti tíminn að tala út um hlutina upphátt. Við erum alltaf tvær orkur, önnur dregur þig niður: „Þetta gengur ekki, allt er ómögulegt,“ meðan hin segir: „Þetta er allt í lagi, þetta gengur fínt og þú ert svo sterkur.“ Að sjálfsögðu þarftu kannski ekki að vera í bíl til að tala við sjálfið en þú þarft samt þinn prívat stað til að tala við sjálfan þig og standa með bjartsýnisorkunni sem býr í þér, því svartsýni og neikvæðni eru sterkari en jákvæðni og þú þarft að byggja þig upp núna. Farðu að elska þig alveg eins og þú ert og hættu að spá í hvort þú sért lítill, feitur eða mjór, brúnn eða hvítur því þú hefur svo mikinn mátt. Svo slepptu að nota það afl til að rífa þig niður, heldur hrósaðu þér eins og þú hrósar besta vini þínum án þess að hika. Ef þú ert ekki þinn besti vinur mun ekkert ganga upp; ég segi svo oft: „Ég elska þig, Sigga, mikið ertu nú ógeðslega skemmtileg.“ Þú getur skilið við alla aðra en sjálfan þig svo dásamaðu það sem þú hefur fengið í gjöf frá alheiminum og hugsaðu ekki um hitt! Þegar líða tekur á árið 2018 ertu búinn að ganga frá öllu sem þú hafðir móral yfir að ganga ekki frá og þú munt skynja að það skiptir ekki máli að sjá ekki allar heimsins borgir eða eiga alla heimsins hluti, heldur mun þetta ár sýna þér að þú getur mótað þinn karakter og breytt honum að vild því þinn er mátturinn, svo notaðu hann vel.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið