Tónlist, tækni og hönnun rennur saman í eitt Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Eftir þriggja ára vinnu fer fyrsta vara Genki Instruments að detta á markað á næstu vikum. VÍSIR/ERNIR Genki Instruments er tónlistartæknifyrirtæki þar sem verkfræði, hönnun og tónlist renna saman í eitt. Fyrirtækið fæddist, eins og margir sprotar, þegar stofnendurnir Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson voru í námi. Þeir voru að leita sér að lokaverkefni í rafmagnsverkfræði og fóru þá, verandi miklir tónlistaraðdáendur, að leita að vandamálum á skilum tækni og tónlistar. Þeir sækja um með þessar hugmyndir í Startup Reykjavík sumarið 2015 og það ýtir þeim beina leið út í alvöruna. Þeir fara að tala við tónlistarfólk til að reyna að finna eitthvað vandamál og það kemur fljótlega í ljós að það er fartölvan sem flestir vilja losna við úr sinni uppstillingu. „Markmið okkar í fyrirtækinu hefur verið að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri. Tækni í tónlist veitir fólki ótrúlegt afl og sköpunarkraft. Það er hægt að búa til hljóðheima, lög og útsetningar einn heima í tölvunni sem hefði ekki verið mögulegt fyrir hundrað manns fyrir nokkrum áratugum – en á sama tíma er öll tæknin: tölvurnar og takkaborðin og allt það sem gerir fólki þetta kleift, að binda þig svolítið niður – það er ekkert rosalega kreatívt að hreyfa mús á skjá miðað við það að spila á hljóðfæri og það er svolítið útgangspunkturinn á bakvið þessa fyrstu vöru okkar,“ segir Haraldur. Inn í fyrirtækið kom Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður og tónlistarmaður, sem hafði nýlokið mastersnámi í samspilshönnun. Hann hafði sjálfur verið að glíma við sama vandamál í lokaverkefninu sínu; verið að leita að lausn á því hversu ónáttúrulegt það væri fyrir tónlistarmann að vinna með tölvu á sviði. Þarna rann hönnunin inn í samspilið og úr varð Wave, fyrsta vara Genki Instruments sem hefur verið í þróun undanfarin þrjú ár. Um er að ræða hring sem tónlistarmaðurinn ber á vísifingri og hægt er að nota til að stjórna hljóði með hreyfingum, slætti handar og með því að ýta á hnappa á hringnum með þumalfingri. Wave tengist með Bluetooth og auðvelt er að stilla hann til að stjórna hverju sem er.Hópfjármögnun í mars „Við vorum að leita að því hvernig væri að hægt að beisla þennan kraft og þessa möguleika sem tæknin gefur tónlistarfólki en á sama tíma að leyfa því að tjá sig á náttúrulegri og eðlilegri hátt. Undanfarin þrjú ár hafa einkennst af því að þróa tiltölulega hratt einhverja vöru og koma henni í hendurnar á fólki til að prófa. Fyrsta útgáfa var tilbúin í ágúst 2015, þá var fólk að hreyfa stór box aftan á höndunum á sér – sem þeim fannst bara gaman, en það var ekkert til að nota á sviði. Þá hófst leitin að því hvernig væri hægt að gera þetta betra, hvernig væri hægt að veita fólki meiri stjórn og hvernig getur þetta orðið eitthvað sem fólk virkilega vill nota og getur bætt einhverju við flutninginn eða í sköpuninni.“ Sumarið 2017 var komin frumgerð af Wave og á síðasta Iceland Airwaves kom ákveðin prófraun þegar Wave var notað á tónleikum hljómsveitarinnar aYia á Iceland Airwaves hátíðinni. Það heppnaðist vel og Wave fer í hópfjármögnun í mars. „Það sem gerir okkur kleift að vera þrjú ár í þróun, og að í rauninni það að allt hugvit og þekking sem hefur skapast er íslenskt, er að við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og Hönnunarsjóði. Við værum ekki hérna nema fyrir þessa sjóði. Við höfum séð um alla grunnþróunina hérna heima, sem er bara mjög verðmætt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Haraldur og bendir á að ef einhverjir vilja prófa eða kaupa hringinn þá er það bara að hafa samband. Genki Instruments bjóða öllum að fagna því að Wave sé að koma á markað en því verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra á þriðjudagskvöldið 6. mars klukkan 20. Þar verður hægt að prófa Wave, fá nánari upplýsingar og panta Wave á besta mögulega verði. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Genki Instruments er tónlistartæknifyrirtæki þar sem verkfræði, hönnun og tónlist renna saman í eitt. Fyrirtækið fæddist, eins og margir sprotar, þegar stofnendurnir Ólafur Bjarki Bogason og Daníel Grétarsson voru í námi. Þeir voru að leita sér að lokaverkefni í rafmagnsverkfræði og fóru þá, verandi miklir tónlistaraðdáendur, að leita að vandamálum á skilum tækni og tónlistar. Þeir sækja um með þessar hugmyndir í Startup Reykjavík sumarið 2015 og það ýtir þeim beina leið út í alvöruna. Þeir fara að tala við tónlistarfólk til að reyna að finna eitthvað vandamál og það kemur fljótlega í ljós að það er fartölvan sem flestir vilja losna við úr sinni uppstillingu. „Markmið okkar í fyrirtækinu hefur verið að gera tækni aðgengilegri og náttúrulegri. Tækni í tónlist veitir fólki ótrúlegt afl og sköpunarkraft. Það er hægt að búa til hljóðheima, lög og útsetningar einn heima í tölvunni sem hefði ekki verið mögulegt fyrir hundrað manns fyrir nokkrum áratugum – en á sama tíma er öll tæknin: tölvurnar og takkaborðin og allt það sem gerir fólki þetta kleift, að binda þig svolítið niður – það er ekkert rosalega kreatívt að hreyfa mús á skjá miðað við það að spila á hljóðfæri og það er svolítið útgangspunkturinn á bakvið þessa fyrstu vöru okkar,“ segir Haraldur. Inn í fyrirtækið kom Jón Helgi Hólmgeirsson, vöruhönnuður og tónlistarmaður, sem hafði nýlokið mastersnámi í samspilshönnun. Hann hafði sjálfur verið að glíma við sama vandamál í lokaverkefninu sínu; verið að leita að lausn á því hversu ónáttúrulegt það væri fyrir tónlistarmann að vinna með tölvu á sviði. Þarna rann hönnunin inn í samspilið og úr varð Wave, fyrsta vara Genki Instruments sem hefur verið í þróun undanfarin þrjú ár. Um er að ræða hring sem tónlistarmaðurinn ber á vísifingri og hægt er að nota til að stjórna hljóði með hreyfingum, slætti handar og með því að ýta á hnappa á hringnum með þumalfingri. Wave tengist með Bluetooth og auðvelt er að stilla hann til að stjórna hverju sem er.Hópfjármögnun í mars „Við vorum að leita að því hvernig væri að hægt að beisla þennan kraft og þessa möguleika sem tæknin gefur tónlistarfólki en á sama tíma að leyfa því að tjá sig á náttúrulegri og eðlilegri hátt. Undanfarin þrjú ár hafa einkennst af því að þróa tiltölulega hratt einhverja vöru og koma henni í hendurnar á fólki til að prófa. Fyrsta útgáfa var tilbúin í ágúst 2015, þá var fólk að hreyfa stór box aftan á höndunum á sér – sem þeim fannst bara gaman, en það var ekkert til að nota á sviði. Þá hófst leitin að því hvernig væri hægt að gera þetta betra, hvernig væri hægt að veita fólki meiri stjórn og hvernig getur þetta orðið eitthvað sem fólk virkilega vill nota og getur bætt einhverju við flutninginn eða í sköpuninni.“ Sumarið 2017 var komin frumgerð af Wave og á síðasta Iceland Airwaves kom ákveðin prófraun þegar Wave var notað á tónleikum hljómsveitarinnar aYia á Iceland Airwaves hátíðinni. Það heppnaðist vel og Wave fer í hópfjármögnun í mars. „Það sem gerir okkur kleift að vera þrjú ár í þróun, og að í rauninni það að allt hugvit og þekking sem hefur skapast er íslenskt, er að við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís og Hönnunarsjóði. Við værum ekki hérna nema fyrir þessa sjóði. Við höfum séð um alla grunnþróunina hérna heima, sem er bara mjög verðmætt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Haraldur og bendir á að ef einhverjir vilja prófa eða kaupa hringinn þá er það bara að hafa samband. Genki Instruments bjóða öllum að fagna því að Wave sé að koma á markað en því verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra á þriðjudagskvöldið 6. mars klukkan 20. Þar verður hægt að prófa Wave, fá nánari upplýsingar og panta Wave á besta mögulega verði. Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn hefst þann 11. júní en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira