Heiður fyrir CrossFit Reykjavík sem fær þó engar tekjur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 15:30 Annie Mist, einn af eigendum CrossFit Reykjavík. visir/Anton Brink Síðasta æfing opna mótsins (The Open) í CrossFit verður tilkynnt hér á Íslandi í lok mars. Viðburðurinn fer fram í húsnæði CrossFit Reykjavík sem mun þó ekki fá neinar beinar tekjur af honum. „Nei við fáum engar tekjur af miðasölunni. Þetta er alfarið á þeirra vegum og það er bara heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim,“ segir Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavík. Opna mótið er fyrsti liður af þremur sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á að komast á heimsleikana. Það fellst í fimm æfingum sem keppendur þurfa að framkvæma og reyna að ná sem bestum árangri. Mikil leynd hvílir yfir þeim fimm æfingum sem eru hluti af opna mótinu og þess vegna er brugðið á það ráð að tilkynna æfingarnar í beinni útsendingu og fá nokkra þekkta einstaklinga innan þessa heims til þess að framkvæma hana.Viðburðurinn trekkir að „Viðburðurinn er haldinn algjörlega af höfuðstöðvum Crossfit og þeir fá húsnæðið hjá okkur. Þeir skipuleggja viðburðinn frá a til ö. Við eigum von á um 40 manns í tengslum við þennan viðburð Mannskapur frá höfuðstöðvum Crossfit setur upp og undirbýr allt fyrir þennan viðburð. Þeir stúka af smá pláss og eru í þrjá daga að setja upp fyrir þetta,″ segir Hrönn. Hrönn býst einnig við að nokkrir erlendir ferðamenn muni koma til þess að berja íslensku stelpurnar augum. „Útlendingar hafa haft samband og spurt hvort þeir geti keypt miða og séð keppnina,“ bætir Hrönn við. „Það náttúrulega kostar að setja þetta allt saman upp en það er á ábyrgð CrossFit og við þurfum að loka hluta af stöðinni til þess að vera með halda þetta. En við erum ekkert að græða á því að halda þetta. Þetta er samt rosa stórt fyrir CrossFit samfélagið á Íslandi,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari og einn af eigendum CrossFit Reykjavík. Á þessum viðburði munu íslensku dæturnar Annie Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davidsdóttir etja kappi. Opna mótið er sérstakt að því leyti að keppendur fá ekki að vita æfinguna nema með mjög litlum fyrirvara og hafa svo fjóra daga til þess að gera sitt besta og senda inn árangur sinn. Annie Mist segir rúmlega 300 Íslendinga skráða til leiks. „Þetta er fyrsta skrefið til þess að komast áfram en þetta er eina skrefið sem ég fæ að taka með stöðinni minni,“ segir Annie.Loksins haldið á Íslandi Þetta er í fyrsta skiptið sem að viðburður tengdur CrossFit verður haldinn á Íslandi. „Seinustu ár hafa þeir verið að velja ákveðna staði í kringum heiminn til þess að tilkynna þessar æfingar á. Mér fannst kominn tími til að halda eitthvað svona á Íslandi. Við erum nú búin að standa okkur það vel í langan tíma. Það passar líka vel að hafa okkur allar saman, mig, Katrínu Tönju og Ragnheiði Söru þar sem við keppum á móti hvorri annarri. Það er gaman fyrst að við erum allar íslenskar að halda þetta á Íslandi,“ bætir Annie við í lokin. CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Síðasta æfing opna mótsins (The Open) í CrossFit verður tilkynnt hér á Íslandi í lok mars. Viðburðurinn fer fram í húsnæði CrossFit Reykjavík sem mun þó ekki fá neinar beinar tekjur af honum. „Nei við fáum engar tekjur af miðasölunni. Þetta er alfarið á þeirra vegum og það er bara heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim,“ segir Hrönn Svansdóttir framkvæmdastjóri CrossFit Reykjavík. Opna mótið er fyrsti liður af þremur sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á að komast á heimsleikana. Það fellst í fimm æfingum sem keppendur þurfa að framkvæma og reyna að ná sem bestum árangri. Mikil leynd hvílir yfir þeim fimm æfingum sem eru hluti af opna mótinu og þess vegna er brugðið á það ráð að tilkynna æfingarnar í beinni útsendingu og fá nokkra þekkta einstaklinga innan þessa heims til þess að framkvæma hana.Viðburðurinn trekkir að „Viðburðurinn er haldinn algjörlega af höfuðstöðvum Crossfit og þeir fá húsnæðið hjá okkur. Þeir skipuleggja viðburðinn frá a til ö. Við eigum von á um 40 manns í tengslum við þennan viðburð Mannskapur frá höfuðstöðvum Crossfit setur upp og undirbýr allt fyrir þennan viðburð. Þeir stúka af smá pláss og eru í þrjá daga að setja upp fyrir þetta,″ segir Hrönn. Hrönn býst einnig við að nokkrir erlendir ferðamenn muni koma til þess að berja íslensku stelpurnar augum. „Útlendingar hafa haft samband og spurt hvort þeir geti keypt miða og séð keppnina,“ bætir Hrönn við. „Það náttúrulega kostar að setja þetta allt saman upp en það er á ábyrgð CrossFit og við þurfum að loka hluta af stöðinni til þess að vera með halda þetta. En við erum ekkert að græða á því að halda þetta. Þetta er samt rosa stórt fyrir CrossFit samfélagið á Íslandi,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, tvöfaldur heimsmeistari og einn af eigendum CrossFit Reykjavík. Á þessum viðburði munu íslensku dæturnar Annie Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davidsdóttir etja kappi. Opna mótið er sérstakt að því leyti að keppendur fá ekki að vita æfinguna nema með mjög litlum fyrirvara og hafa svo fjóra daga til þess að gera sitt besta og senda inn árangur sinn. Annie Mist segir rúmlega 300 Íslendinga skráða til leiks. „Þetta er fyrsta skrefið til þess að komast áfram en þetta er eina skrefið sem ég fæ að taka með stöðinni minni,“ segir Annie.Loksins haldið á Íslandi Þetta er í fyrsta skiptið sem að viðburður tengdur CrossFit verður haldinn á Íslandi. „Seinustu ár hafa þeir verið að velja ákveðna staði í kringum heiminn til þess að tilkynna þessar æfingar á. Mér fannst kominn tími til að halda eitthvað svona á Íslandi. Við erum nú búin að standa okkur það vel í langan tíma. Það passar líka vel að hafa okkur allar saman, mig, Katrínu Tönju og Ragnheiði Söru þar sem við keppum á móti hvorri annarri. Það er gaman fyrst að við erum allar íslenskar að halda þetta á Íslandi,“ bætir Annie við í lokin.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Anníe Mist eina íslenska stelpan á topp tíu Anníe Mist Þórisdóttir er í öðru sæti yfir besta árangurinn í fyrstu æfingaröð opna hluta heimsleikanna í krossfit en nú hefur verið lokað fyrir æfingarnar í hluta 18.1. 27. febrúar 2018 14:00