Upphitun: Hamilton hraðastur á „fullkomnustu braut Formúlunnar“ Bragi Þórðarson skrifar 11. maí 2018 19:30 Lewis Hamilton var fljótastur á æfingum á Spáni Vísir/Getty Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag. Formúla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Fimmta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Barcelona um helgina. Staðan í mótinu hefur sjaldan verið jafn spennandi í byrjun tímabils. Bretinn Lewis Hamilton leiðir Sebastian Vettel með fjórum stigum, báðir þessir ökumenn hafa unnið titil ökumanna fjórum sinnum. Í keppni bílasmiða er slagurinn enn harðari þar sem aðeins fjögur stig skilja að efstu tvö liðin. Ferrari hefur yfirhöndina gegn Mercedes og eru þessi lið jafnt og þétt að auka forskot sitt á næstu lið þar á eftir. Brautin í Barcelona er af mörgum talin vera ein sú fullkomnasta í Formúlu 1. Með nýju malbiki er brautin um það bil tveimur sekúndum hraðari á hring en á síðastliðnum árum. Brautin er einnig notuð í vorprófanir, telja því margir að liðið sem fer hraðast á Spáni hafi besta möguleikann á að lyfta titlinum í lok tímabils.Pastor Maldonardo frá Venesúela sigraði sinn eina kappakstur á ferlinum í Barcelona 2012vísir/gettySíðan brautin var tekin í notkun árið 1991 er það Ferrari sem hefur sigrað flestar keppnir, 17 mismunandi ökumenn frá 10 mismunandi löndum hafa staðið efst á verðlaunapallinum í Barcelona. Spænski kappaksturinn hefur alltaf verið þekktur fyrir skemmtilegar keppnir og ófyrirsjáanleg úrslit. Til dæmis árið 2012 þegar Pastor Maldonardo tryggði sér sinn fyrsta og eina sigur í Formúlu 1 á undan heimamanninum Fernando Alonso. Fyrir tveimur árum skullu Mercedes bílarnir saman strax á fyrsta hring sem varð til þess að Max Verstappen komst í sögubækurnar sem yngsti sigurvegari í Formúlu 1. Verstappen og Red Bull vilja að sjálfsögðu leika sama leik um helgina eftir martröðina í Aserbaísjan. Þá skullu Red Bull bílarnir saman með þeim afleiðingum að báðir bílar urðu frá að hverfa. Daniel Ricciardo byrjaði helgina ekki vel er hann keyrði Red Bull bíl sinn á steypuvegg á fyrstu æfingum í Barcelona.Sebastian Vettel og liðsfélagar í Ferrari þurfa að sækja í sig veðrið á Spánivísir/afpEf marka má æfingar lítur út fyrir að Mercedes hafi yfirhöndina gegn Ferrari á brautinni. Hamilton var næstum heilli sekúndu á undan Vettel á annari æfingu helgarinnar. Þetta verður að teljast skrýtið þar sem ítalska liðið hefur verið hraðara það sem af er tímabils. Eins og þeir vita sem fylgjast hafa með Formúlunni í ár hefur tímabilið verið algjör flugeldasýning það sem af er. Mun það halda áfram í Barcelona? Kappaksturinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 kl. 12:40 á sunnudag.
Formúla Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira