Vilja gera axarkast að keppnisgrein á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. desember 2018 09:00 Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja axarkasts. Mynd/Vilborg Friðriksdóttir Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar. Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
Stofnendur Bersekja axarskasts stefna nú að því að gera axarkast að keppnisíþrótt hér á landi með það að markmiði að senda íslenska keppendur til að keppa á alþjóðlegum mótum. Elvar Ólafsson, annar stofnenda Berserkja, segir að til að það markmið náist sé nauðsynlegt að byggja íþróttina upp. „Við viljum vera með reglulegar æfingar og formlegar deildarkeppnir. Til þess þarf fjármagn og erum við byrjuð að safna á Karolina Fund þar sem hægt er að styrkja verkefnið.“ Elvar stofnaði fyrirtækið Berserki axarkast fyrr á árinu ásamt mágkonu sinni, Helgu Kolbrúnu Magnúsdóttur. „Við köstuðum bæði okkar fyrstu öxum erlendis á síðasta ári, ég í vinaferð í Kanada og Helga Kolbrún á Nýja Sjálandi þar sem hún var í keppnisferð í bogfimi. Við fundum strax á okkur að þetta væri eitthvað sem Íslendingar gætu haft mjög gaman af og ákváðum við að stofna fyrirtæki sem bjóði fólki að koma í axarkast.“Helga Kolbrún Magnúsdóttir.Mynd/Vilborg FriðriksdóttirÁtta hundruð manns Hann segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna húsnæði, koma upp brautum og fá tilskilin leyfi hjá yfirvöldum. „Fyrstu viðskiptavinirnir komu í maí og síðan þá hafa rúmlega átta hundruð manns komið til okkar. Við höfum bæði verið að taka á móti einstaklingum og hópum og er þetta orðið sérstaklega vinsælt hópefli hjá fyrirtækjahópum og fyrsta stopp í steggjunum og gæsunum,“ segir Elvar, en fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Víkingabænum Hafnarfirði. Elvar segir að í húsnæði Berserkja sé að finna tvær brautir sem hvor um sig hafi tvö skotmörk. Geti því allt að 24 manns keppt á sama tíma, tólf á hvorri braut. „Uppbygging brautanna er samkvæmt alþjóðlegum reglum hvað varðar öryggi, keppnisfyrirkomulag og stigagjöf. Byrjað er á því að fara yfir öryggisatriði og kennslu og svo er farið í létta keppni,“ segir Elvar. Hann bendir á að axarkast hafi tíðkast á Íslandi í nokkurn tíma og þá helst í tengslum við Skógarleikana í Heiðmörk og Víkingahátíðina í Hafnarfirði. Núna sé hins vegar hægt að stunda þetta inni allt árið um kring. Hann vonast því eftir stuðningi fólks í Karolina fund til að koma deildarkeppnum á laggirnar.
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira