Páll fór því í fjölmörg sjónvarpsviðtöl og þegar leið á gærkvöldið fóru tíst að birtast á Twitter þar sjá fólk virtist alltaf sjá opinn kapal á tölvuskjá Páls fyrir aftan fangelsismálastjóra.
„Alltaf þegar það er mikið álag í fangelsunum, þá missi ég vitið og fer að leggja kapal,“ segir Páll, léttur, í samtali við Vísi og er augljóslega að grínast.
„Þetta er einfaldlega forsíðan á gagnagrunni fangelsismálastofnunnar. Við höfum ekki lagt mikið upp úr útliti og erum auðvitað að spara peninga. Það er mjög þröngur hópur sem notar þetta og við leggjum meira upp úr innihaldinu, heldur en útlitinu.“
Nútíminn greindi frá því árið 2015 að Páll væri nú nokkuð reglulega að leggja kapal í vinnunni en svo virðist ekki vera.
Páll Winkel er greinilega mikill áhugamaður um að leggja góðan kapal. Önnur myndin frá árinu 2016 og hin frá því í dag. Helvítis álag alltaf hreint þegar þessi strokufangar eru með vesen. pic.twitter.com/vWR0cfk1ci
— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 17, 2018
Þegar maður á að vera að passa að fangarnir séu innilokaðir en gleymir sér smá í kapal. pic.twitter.com/2paB6iAa9I
— Norðfjörð. Hilmar Þór (@hilmartor) April 17, 2018
Þegar þú ert ríkisstarfsmaður sem leggur kapal fyrir hádegi en átt teig á slaginu 16.00 pic.twitter.com/3NivhcE64E
— Guðni F. Oddsson (@gudnifridrik) April 17, 2018