Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 11:30 Kristján Gíslason sá heiminn á hjólinu. „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján. Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Cillian mærir Kiljan Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira
„Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján.
Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Cillian mærir Kiljan Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Sjá meira