Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli: „Þetta var ferðalag lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2018 11:30 Kristján Gíslason sá heiminn á hjólinu. „Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
„Ég er fyrstur til þess að fara einn hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján Gíslason sem ferðaðist einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn en hann var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristján fór yfir 48 þúsund kílómetra á hjólinu á ferð sinni. „Það er nú ekki svo að þetta hafi verið einmannalegt. Þú ert alltaf að hitta fólk. Á mótorhjóli er maður svo berskjaldaður að fólk kemur alltaf til þín og vill hjálpa,“ segir Kristján sem fór til 35 landa í fimm heimsálfum. En hvernig gekk Kristjáni að koma hjólinu á milli heimsálfa? „Ég reyndi að undirbúa það áður en ég fór af stað að koma hjólinu á milli en það var bæði allt of dýrt og tímafrekt þannig að reyndin var sú að ég kannaði þetta alltaf á hverjum stað hvaða leið væri best. Þegar ég þurfti að fljúga á milli heimsálfa kaus ég að setja hjólið í flugvélina, annars hefði ég verið miklu lengur á ferðlaginu og kostað mig miklu meira. Það var mjög mikið mál og ég þurfti að taka hjólið í sundur og setja það á bretti. Ég þurfti að byggja utan um brettið, en þetta var meira en þess virði. Þetta var ferðalag lífs míns þegar upp var staðið.“ Hann segist ekki hafa verið lengi á mótorhjóli.Hjólið bilaði aldrei „Ég hoppaði á mótorhjól í fyrsta skipti í ágúst 2012 og síðan fer ég tveimur árum seinna hringinn í kringum hnöttinn,“ segir Kristján sem ferðaðist um á BMW mótorhjóli og bilaði hjólið aldrei alla ferðina. „Bara eðlilegt slit. Ég fór með fjóra dekkjaumganga. Það sprakk hjá mér tvisvar, einu sinni í eyðimörk og það var svona ævintýri eftir á. Ég var búinn að fara á svona hraðnámskeið hjá BMW umboðinu hérna til að læra að skipta um dekk og olíu og annað slíkt.“ Hann segist hafa lent í hættu á leið sinni í kringum hnöttinn en vill þó ekki gera mikið mál um því. „Ég fór 48 þúsund kílómetra og við getum kannski sagt að í 6-800 kílómetra hafi ég farið í gengum víðsjárverð svæði, við getum sagt það. Þá var ég í herfylgd og þau voru mismunandi ógnvekjandi þessi svæði. Það er kannski of langt mál fyrir mig að fara í gengum það en þetta verður sýnt í heimildarmyndinni sem verður í sjónvarpinu í þremur hlutum í lok mánaðarins.“Var fordómafullur maður Hann segir að stóra upplifunin hafi verið hvernig hann fór að sjá heiminn með öðrum augum. „Ein af stórum upplifununum var hversu brenglaða mynd ég hafði af heiminum áður en ég fór af stað. Ég uppgötvaði að ég væri fordómafullur maður og það er erfitt að viðurkenna það en það er líka gott að geta unnið á því. Ég var til að mynda dauðhræddur að fara inn í Írann, ég skalf á beinunum þar á landamærastöðinni. Svo þegar ég er mættur inn í landið hugsaði ég bara, á hvaða plánetu er ég lentur. Ég hef aldrei upplifað eins mikla hjálpsemi, kærleika og bara nefndu það.“ Kristján segist hafa tekið gríðarlega margar ljósmyndir og mörg myndbönd og er heimildarmyndin byggð á þeim en hér að neðan má hlusta á viðtalið við Kristján.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira