Hannesarholt neitar að sýna Nábrókar-Bjarna Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þránur Þórarinsson segir það vera glapræði að ritstýra listamönnum. Mynd/Þrándur Þórarinsson Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar. Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Þrándi Þórarinssyni listmálara hefur verið meinað að sýna málverkið „Nábrókar-Bjarna“ á sýningu sinni sem opnuð verður í Hannesarholti um helgina. Á myndinni má sjá Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, klæðast svokölluðum nábrókum. Þrándur segist hafa fengið þau skilaboð frá forstöðumanni Hannesarholts að verkið hæfi ekki húsinu. „Hann sagði myndina vera andstyggilega og ljóta. Það fór fyrir brjóstið á forstöðumanninum að verið væri að setja lifandi manneskju á þessa skelfilegu mynd,“ segir Þrándur í samtali við Vísi. Hann kveðst hafa átt fund með forstöðumanninum í dag, en ekki tekist að sannfæra hann um að það væri glapræði að ritstýra listamönnum. „Það veit aldrei á gott. En það fór sem fór.“Ekki að fara að særa neinn Umrætt verk hefur bæði gengið undir nafninu „Skollabuxna-Bjarni“ eða „Nábrókar-Bjarni“. Samkvæmt þjóðtrúnni geta menn komist í álnir með því að flá lík fyrir neðan mitti og klæðast skinninu sem svonefndum nábrókum. Þrándur segist hafa bent á að með verkinu væri hann að upphefja gamla þjóðtrú. Hann telur fjarstæðukennt að verkið muni særa einhvern. Seldi verkið í dag Hann segist þó ekki vera sérstaklega ósáttur. „Ég var reyndar farinn að hlakka til að sýna þessa mynd. Ég hafði ekki sýnt hana hér á Íslandi áður. Þetta er ein af mínum uppáhaldsmyndum og hefur glatt fólk. Það er svolítið spælandi að fá ekki að sýna hana. Ég var reyndar að selja hana í dag, þannig að það var farsæll endir á því,“ segir Þrándur og bætir við að kaupendurnir séu par, fólk sem hann var með í menntaskóla á sínum tíma. Sýning Þrándar opnar á laugardaginn í Hannesarholti og stendur í mánuð. Ekki náðist í forstöðumann Hannesarholts við vinnslu fréttarinnar.
Menning Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira