ABBA gefur út nýja tónlist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 11:57 Björn, Agnetha, Anni-Frid og Benny. Vísir/Getty Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982, þegar hljómsveitin hætti störfum. „Við vissum öll að 35 árum seinna væri skemmtilegt að hittast aftur og fara í stúdíóið,” skrifa Agnetha, Benny, Björn og Anni-Frid í fréttatilkynningu. „Svo við gerðum það og það var líkt og tíminn hefði staðið í stað og við hefðum bara farið í stutt frí.” A post shared by @ abbaofficial on Apr 27, 2018 at 4:11am PDT Afraksturinn eru tvö ný lög, sem stefnt er á að komi út á þessu ári. Hljómsveitin hefur tilkynnt titil annars lagsins, I Still Have Faith In You. ABBA er ein vinsælasta poppsveit allra tíma og naut fádæma vinsælda eftir að þau unnu Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Sem frægt er var sveitin skipuð tveimur pörum. Á hátindi vinsældar sveitarinnar skildu bæði Björn og Agnetha og Anni-Frid og Benny. Sambandsslitin settu sinn svip á tónlistina sem kom út eftir skilnaðina og að lokum hætti hljómsveitin árið 1982. Anni-Frid og Agnetha hófu báðar sóló-ferla en Björn og Benny héldu áfram að semja tónlist saman. Sveitin hefur aðeins tvisvar sést saman síðan, í bæði skiptin árið 2016. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982, þegar hljómsveitin hætti störfum. „Við vissum öll að 35 árum seinna væri skemmtilegt að hittast aftur og fara í stúdíóið,” skrifa Agnetha, Benny, Björn og Anni-Frid í fréttatilkynningu. „Svo við gerðum það og það var líkt og tíminn hefði staðið í stað og við hefðum bara farið í stutt frí.” A post shared by @ abbaofficial on Apr 27, 2018 at 4:11am PDT Afraksturinn eru tvö ný lög, sem stefnt er á að komi út á þessu ári. Hljómsveitin hefur tilkynnt titil annars lagsins, I Still Have Faith In You. ABBA er ein vinsælasta poppsveit allra tíma og naut fádæma vinsælda eftir að þau unnu Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Sem frægt er var sveitin skipuð tveimur pörum. Á hátindi vinsældar sveitarinnar skildu bæði Björn og Agnetha og Anni-Frid og Benny. Sambandsslitin settu sinn svip á tónlistina sem kom út eftir skilnaðina og að lokum hætti hljómsveitin árið 1982. Anni-Frid og Agnetha hófu báðar sóló-ferla en Björn og Benny héldu áfram að semja tónlist saman. Sveitin hefur aðeins tvisvar sést saman síðan, í bæði skiptin árið 2016.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira