ABBA gefur út nýja tónlist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. apríl 2018 11:57 Björn, Agnetha, Anni-Frid og Benny. Vísir/Getty Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982, þegar hljómsveitin hætti störfum. „Við vissum öll að 35 árum seinna væri skemmtilegt að hittast aftur og fara í stúdíóið,” skrifa Agnetha, Benny, Björn og Anni-Frid í fréttatilkynningu. „Svo við gerðum það og það var líkt og tíminn hefði staðið í stað og við hefðum bara farið í stutt frí.” A post shared by @ abbaofficial on Apr 27, 2018 at 4:11am PDT Afraksturinn eru tvö ný lög, sem stefnt er á að komi út á þessu ári. Hljómsveitin hefur tilkynnt titil annars lagsins, I Still Have Faith In You. ABBA er ein vinsælasta poppsveit allra tíma og naut fádæma vinsælda eftir að þau unnu Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Sem frægt er var sveitin skipuð tveimur pörum. Á hátindi vinsældar sveitarinnar skildu bæði Björn og Agnetha og Anni-Frid og Benny. Sambandsslitin settu sinn svip á tónlistina sem kom út eftir skilnaðina og að lokum hætti hljómsveitin árið 1982. Anni-Frid og Agnetha hófu báðar sóló-ferla en Björn og Benny héldu áfram að semja tónlist saman. Sveitin hefur aðeins tvisvar sést saman síðan, í bæði skiptin árið 2016. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Poppsveitin ABBA hefur tekið upp nýja tónlist í fyrsta sinn síðan árið 1982, þegar hljómsveitin hætti störfum. „Við vissum öll að 35 árum seinna væri skemmtilegt að hittast aftur og fara í stúdíóið,” skrifa Agnetha, Benny, Björn og Anni-Frid í fréttatilkynningu. „Svo við gerðum það og það var líkt og tíminn hefði staðið í stað og við hefðum bara farið í stutt frí.” A post shared by @ abbaofficial on Apr 27, 2018 at 4:11am PDT Afraksturinn eru tvö ný lög, sem stefnt er á að komi út á þessu ári. Hljómsveitin hefur tilkynnt titil annars lagsins, I Still Have Faith In You. ABBA er ein vinsælasta poppsveit allra tíma og naut fádæma vinsælda eftir að þau unnu Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Sem frægt er var sveitin skipuð tveimur pörum. Á hátindi vinsældar sveitarinnar skildu bæði Björn og Agnetha og Anni-Frid og Benny. Sambandsslitin settu sinn svip á tónlistina sem kom út eftir skilnaðina og að lokum hætti hljómsveitin árið 1982. Anni-Frid og Agnetha hófu báðar sóló-ferla en Björn og Benny héldu áfram að semja tónlist saman. Sveitin hefur aðeins tvisvar sést saman síðan, í bæði skiptin árið 2016.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira