Eins og allir í bekknum væru að reyna að segja að hún væri ekki kúl Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2018 13:30 Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Stefán „Fermingaraldurinn er spennandi tími, tími tækifæra. Þó getur enginn ætlast til að þið vitið nú þegar hvað þið viljið gera, eða hvað þið viljið verða. En þið eruð að safna í eins konar verkfærakistu til framtíðar, safna tækjum sem hjálpa ykkur að mæta því sem lífið kann að kasta í fangið á ykkur í framtíðinni.“ Svona hófst ávarp forsetafrúar Elizu Reid við fermingarathöfn Siðmenntar 23. apríl. Ræða Elizu vakti mikla athygli og snerti við mörgum. „Þið eruð ekki ein að þessu. Við skulum gefa okkur að verkfærakistan sé það stór að í hana sé hægt að troða fólki; að í hana sé hægt að setja manneskjur einstaklinga sem búa í sameiningu til stuðningsnetið ykkar. Ég veit að við erum farin að rugla öllu saman hér – verkfærakistu, neti og fólki – en hér er það sem ég á við: Allt í kringum ykkur má finna fólk sem vill hjálpa ykkur og styrkja.“ Eliza segir að vinir manns séu gríðarlega mikilvægir og ekki aðeins rafrænir vinir heldur raunverulegt fólk. „Krakkar sem þið þekkið, krakkar með kosti og galla, alveg eins og þið, en krakkar sem þið þekkið og treystið. Þið þurfið að rækta sambandið við þessa sönnu vini; þeir vilja styðja ykkur og hvetja, vera vinir í raun. Og svo nefni ég líka góðar fyrirmyndir. Það getur verið kennari eða þjálfari sem þið þekkið, eða einhver þjóðþekkt manneskja, leikari eða söngkona eða eitthvað slíkt, einhver sem sýnir gott fordæmi, einhver sem lætur gott af sér leiða.“Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid á góðri stundu.vísir/ernirEliza segir að það sem skipti mestu máli sé verkfærakista lífsins. „Þið getið notið leiðsagnar annarra, lært af öðrum. Ættingjar og vinir geta og vilja hjálpa ykkur en þið þurfið líka að treysta ykkur sjálfum, finna sjálf hvaða tæki eða verkfæri þið þurfið að grípa til út af þessum vanda, hvaða verkfæri ykkur vantar til að glíma við einhvern annan vanda.“ Hún rifjar upp tímann þegar hún flutti á nýjan stað með fjölskyldu sinni og byrjaði í nýjum skóla. „Í þeim gamla átti ég marga vini, mér hafði gengið vel að læra og var í alls konar félagsstarfi. Ég veit ekki hvers vegna, en einhvern veginn aðlagaðist ég illa í þessum nýja skóla, small ekki saman við krakkana sem voru þar fyrir. Ég hlustaði ekki á réttu tónlistina, var ekki í réttri tegund af reiðhjólastuttbuxum (sem voru í tísku þá), og einhvern veginn tókst mér ekki að krulla hárið eins og hinar stelpurnar. Ég var í stuttu máli ekki „kúl“ og mér fannst eins og nánast allir í bekknum væru að reyna að segja mér það.“ Eliza segist hafa orðið hrædd og skammast sín of mikið til að láta foreldra sína vita.Eliza forsetafrú og Karl Gústaf konungur ræða saman við matarborðið í sænsku konungshöllinni.Vísir/Atli„Þannig að ég reyndi bara að telja dagana (sem voru nokkur hundruð!) þangað til ég kæmist í menntaskóla. Ég man svo vel að í nýja skólanum þorði ég ekki einu sinni að flytja ræður fyrir framan bekkinn, eins og krakkar þurfa að gera í Kanada – ég sem hafði gert það svo glimrandi vel í gamla skólanum mínum, keppti meira að segja fyrir bekkinn minn. Ég var svo hrædd við að flytja þessa blessuðu ræðu að ég þorði ekki skólann og varð á endanum að segja mömmu og pabba frá þessu öllu saman. Þá töluðu þau strax við kennarann (sem gaf í skyn, eins og mamma hafði búist við, að krakkarnir, sem voru að stríða mér, væru bara að reyna að ná athygli og fá útrás með því að níðast á öðrum). Kennarinn leyfði mér að flytja ræðuna fyrir hana eina og ég lærði af þessari reynslu: Það er gott að eiga góða að, maður á að tala um vandamálin, fólk á að sýna tillitssemi. Þessi tæki fóru í verkfærakistuna mína góðu.“ Með tímanum náði Eliza að vera sátt við það að vera eins og hún er. „Þetta sjálfstraust hefur hjálpað mér verulega eftir að ég og maðurinn minn stigum inn á nýjan vettvang og erum núna reglulega í sviðsljósinu. Og þetta er heilræði sem mig langar að gefa ykkur í dag: Ræktið stuðningsnet ykkar. Styðjið hvert annað. Reynið líka að bæta alltaf í verkfærakistuna – hún stækkar bara sjálfkrafa. Og munið að þið eruð fær. Þið getið svo margt. Þið eruð „með’etta“.“ Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
„Fermingaraldurinn er spennandi tími, tími tækifæra. Þó getur enginn ætlast til að þið vitið nú þegar hvað þið viljið gera, eða hvað þið viljið verða. En þið eruð að safna í eins konar verkfærakistu til framtíðar, safna tækjum sem hjálpa ykkur að mæta því sem lífið kann að kasta í fangið á ykkur í framtíðinni.“ Svona hófst ávarp forsetafrúar Elizu Reid við fermingarathöfn Siðmenntar 23. apríl. Ræða Elizu vakti mikla athygli og snerti við mörgum. „Þið eruð ekki ein að þessu. Við skulum gefa okkur að verkfærakistan sé það stór að í hana sé hægt að troða fólki; að í hana sé hægt að setja manneskjur einstaklinga sem búa í sameiningu til stuðningsnetið ykkar. Ég veit að við erum farin að rugla öllu saman hér – verkfærakistu, neti og fólki – en hér er það sem ég á við: Allt í kringum ykkur má finna fólk sem vill hjálpa ykkur og styrkja.“ Eliza segir að vinir manns séu gríðarlega mikilvægir og ekki aðeins rafrænir vinir heldur raunverulegt fólk. „Krakkar sem þið þekkið, krakkar með kosti og galla, alveg eins og þið, en krakkar sem þið þekkið og treystið. Þið þurfið að rækta sambandið við þessa sönnu vini; þeir vilja styðja ykkur og hvetja, vera vinir í raun. Og svo nefni ég líka góðar fyrirmyndir. Það getur verið kennari eða þjálfari sem þið þekkið, eða einhver þjóðþekkt manneskja, leikari eða söngkona eða eitthvað slíkt, einhver sem sýnir gott fordæmi, einhver sem lætur gott af sér leiða.“Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid á góðri stundu.vísir/ernirEliza segir að það sem skipti mestu máli sé verkfærakista lífsins. „Þið getið notið leiðsagnar annarra, lært af öðrum. Ættingjar og vinir geta og vilja hjálpa ykkur en þið þurfið líka að treysta ykkur sjálfum, finna sjálf hvaða tæki eða verkfæri þið þurfið að grípa til út af þessum vanda, hvaða verkfæri ykkur vantar til að glíma við einhvern annan vanda.“ Hún rifjar upp tímann þegar hún flutti á nýjan stað með fjölskyldu sinni og byrjaði í nýjum skóla. „Í þeim gamla átti ég marga vini, mér hafði gengið vel að læra og var í alls konar félagsstarfi. Ég veit ekki hvers vegna, en einhvern veginn aðlagaðist ég illa í þessum nýja skóla, small ekki saman við krakkana sem voru þar fyrir. Ég hlustaði ekki á réttu tónlistina, var ekki í réttri tegund af reiðhjólastuttbuxum (sem voru í tísku þá), og einhvern veginn tókst mér ekki að krulla hárið eins og hinar stelpurnar. Ég var í stuttu máli ekki „kúl“ og mér fannst eins og nánast allir í bekknum væru að reyna að segja mér það.“ Eliza segist hafa orðið hrædd og skammast sín of mikið til að láta foreldra sína vita.Eliza forsetafrú og Karl Gústaf konungur ræða saman við matarborðið í sænsku konungshöllinni.Vísir/Atli„Þannig að ég reyndi bara að telja dagana (sem voru nokkur hundruð!) þangað til ég kæmist í menntaskóla. Ég man svo vel að í nýja skólanum þorði ég ekki einu sinni að flytja ræður fyrir framan bekkinn, eins og krakkar þurfa að gera í Kanada – ég sem hafði gert það svo glimrandi vel í gamla skólanum mínum, keppti meira að segja fyrir bekkinn minn. Ég var svo hrædd við að flytja þessa blessuðu ræðu að ég þorði ekki skólann og varð á endanum að segja mömmu og pabba frá þessu öllu saman. Þá töluðu þau strax við kennarann (sem gaf í skyn, eins og mamma hafði búist við, að krakkarnir, sem voru að stríða mér, væru bara að reyna að ná athygli og fá útrás með því að níðast á öðrum). Kennarinn leyfði mér að flytja ræðuna fyrir hana eina og ég lærði af þessari reynslu: Það er gott að eiga góða að, maður á að tala um vandamálin, fólk á að sýna tillitssemi. Þessi tæki fóru í verkfærakistuna mína góðu.“ Með tímanum náði Eliza að vera sátt við það að vera eins og hún er. „Þetta sjálfstraust hefur hjálpað mér verulega eftir að ég og maðurinn minn stigum inn á nýjan vettvang og erum núna reglulega í sviðsljósinu. Og þetta er heilræði sem mig langar að gefa ykkur í dag: Ræktið stuðningsnet ykkar. Styðjið hvert annað. Reynið líka að bæta alltaf í verkfærakistuna – hún stækkar bara sjálfkrafa. Og munið að þið eruð fær. Þið getið svo margt. Þið eruð „með’etta“.“
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira