Fundu flak dráttarbáts á Faxaflóa sem hafði legið á hafsbotni í 74 ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. maí 2018 18:17 Byssa framan á bátnum. Landhelgisgæslan Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa. Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn og breska sendiráðinu gert viðvart. „Í lok apríl var varðskipið Þór við sjómælingar þar sem dýpi var mælt með fjölgeisladýptarmæli skipsins. Á innanverðum Faxaflóa urðu skipverjar og sjómælingamenn um borð í varðskipinu Þór varir við þúst á hafsbotni sem vakti sérstaka athygli og var talið mögulegt að um skipsflak væri að ræða. Ekki var vitneskja um skipsflak á þessum slóðum og því ákvað Landhelgisgæslan að kanna málið betur. Sjómælingabáturinn Baldur var sendur út til rannsókna með fjölgeisladýptarmæli en einnig var hafður með í för sjálfstýrður kafbátur frá Teledyne Gavia sem skannaði þústina með hliðarhljóðsjá. Gögn frá mælingum Baldurs og Gavia staðfestu að um flak væri að ræða,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.Mynd/LandhelgisgæslanÞar sem ekki var unnt að staðfesta hvaða skip ætti í hlut fór Baldur í annan leiðangur með neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar. Með gögnum úr þeim leiðangri var hægt að staðfesta að flakið væri af breska dráttarbátnum Empire Wold sem fórst í innanverðum Faxaflóa í nóvember 1944 og með honum allt að 17 menn. „Örlög dráttarbátsins Empire Wold tengjast hildarleiknum þegar flutningaskipinu Goðafossi og tankskipinu Shirvan var sökkt af þýskum kafbáti við Garðskaga þann 10. nóvember 1944. Saga Goðafoss og Shirvan er vel þekkt en færri hafa heyrt um dráttarbátinn sem sendur var frá Reykjavík til að reyna að bjarga tankskipinu. Shirvan hélst nokkuð lengi á floti þrátt fyrir skemmdir eftir tundurskeytið og rak logandi undan veðri og vindum.“ Talið er að um borð í Empire Wold hafi verið níu manna áhöfn og átta bandarískir sjóliðar. Empire Wold hélt út frá Reykjavík um klukkan þrjú síðdegis þann 10. nóvember 1944 og sigldi til vesturs í átt að Shirvan. Síðan þá hefur ekkert spurst til skipsins fyrr en nú, 74 árum síðar.Vélartoppur bátsins.Mynd/LandhelgisgæslanÝmsar getgátur hafa verið uppi um hugsanleg örlög Empire Wold, meðal annars þær að skipinu kynni að hafa verið sökkt af kafbáti eða að það hefði siglt á tundurdufl. Ekkert kom hins vegar fram í gögnum Þjóðverja um að kafbátur hafi sökkt dráttarbáti við Ísland og var því seinna farið að horfa til þess hvort veður og sjólag kynnu að hafa grandað Empire Wold. „Eftir rannsóknir Landhelgisgæslunnar á flakinu bendir ekkert til þess að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls eða tundurskeytis. Ekki er því hægt að skera úr um orsök þess að Empire Wold fórst í Faxaflóa.“Stýrisvélin.Mynd/LandhelgisgæslanÁsgeir Erlendsson nýr upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að fundur flaks Empire Wold hafi verið tilkynntur til breska sendiráðsins og einnig til íslenskra aðstandenda eins skipverjans en 2. vélstjóri dráttarbátsins var kvæntur íslenskri konu og áttu þau níu mánaða gamla dóttur þegar slysið varð. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Flak breska dráttarbátsins Empire Wold sem fórst með allt að 17 mönnum í nóvember 1944 fannst nýverið á innanverðum Faxaflóa. Íslenskum aðstandendum eins skipverjans hefur verið tilkynnt um fundinn og breska sendiráðinu gert viðvart. „Í lok apríl var varðskipið Þór við sjómælingar þar sem dýpi var mælt með fjölgeisladýptarmæli skipsins. Á innanverðum Faxaflóa urðu skipverjar og sjómælingamenn um borð í varðskipinu Þór varir við þúst á hafsbotni sem vakti sérstaka athygli og var talið mögulegt að um skipsflak væri að ræða. Ekki var vitneskja um skipsflak á þessum slóðum og því ákvað Landhelgisgæslan að kanna málið betur. Sjómælingabáturinn Baldur var sendur út til rannsókna með fjölgeisladýptarmæli en einnig var hafður með í för sjálfstýrður kafbátur frá Teledyne Gavia sem skannaði þústina með hliðarhljóðsjá. Gögn frá mælingum Baldurs og Gavia staðfestu að um flak væri að ræða,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.Mynd/LandhelgisgæslanÞar sem ekki var unnt að staðfesta hvaða skip ætti í hlut fór Baldur í annan leiðangur með neðansjávarmyndavél Árna Kópssonar. Með gögnum úr þeim leiðangri var hægt að staðfesta að flakið væri af breska dráttarbátnum Empire Wold sem fórst í innanverðum Faxaflóa í nóvember 1944 og með honum allt að 17 menn. „Örlög dráttarbátsins Empire Wold tengjast hildarleiknum þegar flutningaskipinu Goðafossi og tankskipinu Shirvan var sökkt af þýskum kafbáti við Garðskaga þann 10. nóvember 1944. Saga Goðafoss og Shirvan er vel þekkt en færri hafa heyrt um dráttarbátinn sem sendur var frá Reykjavík til að reyna að bjarga tankskipinu. Shirvan hélst nokkuð lengi á floti þrátt fyrir skemmdir eftir tundurskeytið og rak logandi undan veðri og vindum.“ Talið er að um borð í Empire Wold hafi verið níu manna áhöfn og átta bandarískir sjóliðar. Empire Wold hélt út frá Reykjavík um klukkan þrjú síðdegis þann 10. nóvember 1944 og sigldi til vesturs í átt að Shirvan. Síðan þá hefur ekkert spurst til skipsins fyrr en nú, 74 árum síðar.Vélartoppur bátsins.Mynd/LandhelgisgæslanÝmsar getgátur hafa verið uppi um hugsanleg örlög Empire Wold, meðal annars þær að skipinu kynni að hafa verið sökkt af kafbáti eða að það hefði siglt á tundurdufl. Ekkert kom hins vegar fram í gögnum Þjóðverja um að kafbátur hafi sökkt dráttarbáti við Ísland og var því seinna farið að horfa til þess hvort veður og sjólag kynnu að hafa grandað Empire Wold. „Eftir rannsóknir Landhelgisgæslunnar á flakinu bendir ekkert til þess að skipið hafi sokkið af völdum tundurdufls eða tundurskeytis. Ekki er því hægt að skera úr um orsök þess að Empire Wold fórst í Faxaflóa.“Stýrisvélin.Mynd/LandhelgisgæslanÁsgeir Erlendsson nýr upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að fundur flaks Empire Wold hafi verið tilkynntur til breska sendiráðsins og einnig til íslenskra aðstandenda eins skipverjans en 2. vélstjóri dráttarbátsins var kvæntur íslenskri konu og áttu þau níu mánaða gamla dóttur þegar slysið varð.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira