Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 19:15 Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér. Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækk Formenn nítján félaga innan Starfsgreinasambandsins komu saman til fundar í dag til að leggja lokahönd á kröfugerð sambandsins fyrir komandi samninga í stað þeirra sem renna út um áramótin. Fundurinn var nýbyrjaður þegar eldvarnarkerfi húss Alþýðusambandsins og Eflingar fór í gang og öllum var gert að yfirgefa húsið. Hvort það sé til marks um hitann í komandi kjaraviðræðum skal hins vegar ósagt látið, en ljóst er að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins telur félögin ekki spenna bogann of hátt. „Og við erum líka að tala um að ef stjórnvöld koma myndarlega á móti okkur geti þessi tala breyst. Ég tel að við séum ekki að spenna bogann of hátt. Við teljum raunhæft að ná þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Björn. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu án bóta. Sérstök ungmennalaun fyrir 18 ára og eldri afnumin og miðað við grunnlaun þess í stað.Fundargestir þurftu að gjöra svo vel að drífa sig út af fundi þegar brunabjalla hringdi.Vísir/SigurjónÞið viljið einnig gera breytingar á vinnuvikunni. Telur þú líklegt að þær kröfur nái í gegn?„Það er mikil krafa hjá okkar félagsmönnum að stytta vinnuvikuna. Okkar krafa er að hún fari á samningstímanum í 32 tíma,“ segir Björn. Og þá án þess að laun lækki.Þá verði vinnuskylda í vaktavinnu 80 prósent af dagvinnutíma og fyrir það greidd full laun. Orlofsdögum verði fjölgað úr 24 í 25, orlofs- og desemberuppbætur verði hækkaðar, bætt inn tveimur vetrarfrídögum og 1. maí skilgreindur sem stórhátíðardagur. En félögin gera líka miklar kröfur á ríkisvaldið. Persónuafsláttur verði tvöfaldaður á lægstu laun og hann verði þrepaskiptur.„Þannig að það geti þýtt að þeir sem eru með hærri laun fái kannski minni eða engan persónuafslátt. Við viljum líka hækka hátekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og ýmislegt annað til að borga þetta. Þannig að við erum líka með lausnir á því hvernig við viljum fjármagna það sem við erum að fara fram á,“ segir Björn.Þá verði gerðar breytingar á vaxta- og barnabótakerfinu.Kröfugerð Starfsgreinasambandsins má nálgasthéroghér.
Kjaramál Tengdar fréttir Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Sjá meira
Ný breiðfylking að myndast innan verkalýðshreyfingarinnar Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins munu leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður um miðja næstu viku. Félögin öll hafa ákveðið að fara sameinuð fram í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins en það hefur ekki áður gerst í sögu sambandsins. 5. október 2018 20:00